Fjalla-Jónar segja pors Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 7. ágúst 2008 06:00 Líklega hefur ómeðvitað samviskubit yfir ofgnótt góðærisáranna á Íslandi, jafnvel kann vottur af skynsemi að hafa komið við sögu, orðið til þess að við landsbyggðar- og úthverfafjölskyldan í Vesturbæ Reykjavíkur létum okkur duga að aka um á gömlum sparneytnum Skóda árum saman. Skódinn hafði farið marga hringi umhverfis landið, brunað um vegi sem sagt var að aðeins væru ætlaðir jeppum og innbyrt farangur á við sendiferðabíl. Hann var þó alla tíð allra bíla nýtnastur og aldrei hafði þurft að sinna honum á annan hátt en almenn tilvera bíla útheimtir. Sómafjölskyldan á Skódanum sagði bílalán heimskuleg, lúxusbíla ekki annað en orðskrípi yfir bifreiðar sem eru fulldýrir fyrir venjulegt fólk og þá farskjóta sem sagðir voru hlaðnir aukabúnaði fulla af óþarfa drasli sem fólk með lélegt sjálfsmat hefði gaman af því að segja frá. Til þess að greina alvöru bílaáhugamenn frá uppskafningslegum, snöggsoðnum bílasérfræðingum gaf Leó M. Jónsson, vélaverkfræðingur og einn helsti bílasérfræðingur landsins eitt sinn það ráð að hlusta eftir því hvernig fólkið bæri fram heiti bílategundarinnar Porsche. Þeir snöggsoðnu myndu oft auglýsa fávisku sýna á bílum með því að segja skammlaust pors. Slíkur framburður væri öruggt merki þess að svokallaður Fjalla-Jón eða Hillbillies væri á ferð. Alvöru bílafólk myndi að sjálfsögu segja pors-e. Skódaeigendurnir í Vesturbænum sögðu pors að hætti sveitamanna og voru nokkuð stoltir af þeim framburði. Því þykir það sæta eindæmum að sómafjölskyldan á Skódanum hafi fengið þá hugdettu á allra síðustu lífdögum íslensku krónunnar og í enda góðærisins að kaupa sér bíl sem viðurkenndur er sem lúxusbíll. Vissulega átti hann að vera kostakaup og gleðja fjölskylduna ægilega þegar hann kæmi til landsins. En síðan eru liðnir margir mánuðir, krónan hefur fallið, verðbólgan vaxið og enn bólar ei á afhendingu lúxusbílsins. Skódinn er hins vegar lagður upp í enn eina ferðina í kringum landið og enginn áttar sig á því hvers vegna þörf þótti á að skipta honum út fyrir þann nýja sem aldrei kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Líklega hefur ómeðvitað samviskubit yfir ofgnótt góðærisáranna á Íslandi, jafnvel kann vottur af skynsemi að hafa komið við sögu, orðið til þess að við landsbyggðar- og úthverfafjölskyldan í Vesturbæ Reykjavíkur létum okkur duga að aka um á gömlum sparneytnum Skóda árum saman. Skódinn hafði farið marga hringi umhverfis landið, brunað um vegi sem sagt var að aðeins væru ætlaðir jeppum og innbyrt farangur á við sendiferðabíl. Hann var þó alla tíð allra bíla nýtnastur og aldrei hafði þurft að sinna honum á annan hátt en almenn tilvera bíla útheimtir. Sómafjölskyldan á Skódanum sagði bílalán heimskuleg, lúxusbíla ekki annað en orðskrípi yfir bifreiðar sem eru fulldýrir fyrir venjulegt fólk og þá farskjóta sem sagðir voru hlaðnir aukabúnaði fulla af óþarfa drasli sem fólk með lélegt sjálfsmat hefði gaman af því að segja frá. Til þess að greina alvöru bílaáhugamenn frá uppskafningslegum, snöggsoðnum bílasérfræðingum gaf Leó M. Jónsson, vélaverkfræðingur og einn helsti bílasérfræðingur landsins eitt sinn það ráð að hlusta eftir því hvernig fólkið bæri fram heiti bílategundarinnar Porsche. Þeir snöggsoðnu myndu oft auglýsa fávisku sýna á bílum með því að segja skammlaust pors. Slíkur framburður væri öruggt merki þess að svokallaður Fjalla-Jón eða Hillbillies væri á ferð. Alvöru bílafólk myndi að sjálfsögu segja pors-e. Skódaeigendurnir í Vesturbænum sögðu pors að hætti sveitamanna og voru nokkuð stoltir af þeim framburði. Því þykir það sæta eindæmum að sómafjölskyldan á Skódanum hafi fengið þá hugdettu á allra síðustu lífdögum íslensku krónunnar og í enda góðærisins að kaupa sér bíl sem viðurkenndur er sem lúxusbíll. Vissulega átti hann að vera kostakaup og gleðja fjölskylduna ægilega þegar hann kæmi til landsins. En síðan eru liðnir margir mánuðir, krónan hefur fallið, verðbólgan vaxið og enn bólar ei á afhendingu lúxusbílsins. Skódinn er hins vegar lagður upp í enn eina ferðina í kringum landið og enginn áttar sig á því hvers vegna þörf þótti á að skipta honum út fyrir þann nýja sem aldrei kemur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun