Gefum þeim dópið Jón Kaldal skrifar 25. maí 2008 08:00 Í mörg ár hafa meginþættir baráttunnar við fíkniefnavandann hvílt á þremur stoðum: forvörnum, meðhöndlun og löggæslu. Nú er kominn tími til að bæta við þeirri fjórðu: að lágmarka skaðann. Lengi vel hefur áhersla og fjármagn hins opinbera fyrst og fremst beinst að löggæslunni. Meðhöndlunin hefur að stórum hluta verið í höndum frjálsra félagasambanda á borð við SÁÁ og Krísuvíkursamtökin. Þáttur forvarna hefur sem betur fer farið ört vaxandi undanfarin ár. Smám saman hafa fleiri og fleiri áttað sig á því að baráttan verður að beinast að rót vandans. Hann er ekki sá að fíkniefnasalar selji skólabörnum dóp. Vandinn er að skólabörn kaupa dópið. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fangaði kjarna málsins með þessum orðum í tilefni af forvarnardeginum síðasta haust: „Eina vörnin sem dugir er styrkur unga fólksins til að segja nei. Það er alveg sama hvað við fjölgum í lögreglunni, það mun aldrei duga." Rannsóknir meðal ungs fólks sýna okkur að baráttan er á réttri leið. Neysla vímuefna hefur minnkað jafnt og þétt meðal yngstu hópanna undanfarin ár, og aldurinn þegar neyslan hefst er hærri en áður. Þetta er jákvæð þróun. Skuggahliðar þessara rannsókna sýna okkur hins vegar að þeir sem eiga í vanda eru í mun verri málum en áður var. Lítill hópur hefur ekki styrkinn eða baklandið sem þarf til að segja nei. Sá hópur leiðist hratt út í harða neyslu sem getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt að eiga við. Tölurnar tala sínu máli. Í Fréttablaðinu um síðustu helgi var upplýst að hér á landi eru um 700 virkir sprautufíklar. Læknir kallaði tilveru þeirra faraldur sem hefur verið þagað um. Sú þögn hefur verið rofin með skelfilegum upplýsingum um fjölda barna sem hefur þurft að koma fyrir í fóstri vegna neyslu foreldra sinna; sumum hverjum til varanlegrar frambúðar þar sem mæður þeirra og jafnvel feður líka hafa kvatt þetta líf. Tilvera fíklanna er að sami skapi ógnvænleg. Í Fréttablaðinu í gær var sagt að um áttatíu prósent sprautufíkla hefðu deilt nál með öðrum fíklum, sem er vísast smitleiðin fyrir HIV og lifrarbólgusmit; dauða fyrir aldur fram. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er mögulegt að „lágmarka skaðann" með fyrrnefndri fjórðu stoð baráttunnar. Heilbrigðisyfirvöld geta tekið það skref að koma hér upp aðstöðu þar sem fíklar koma og fá sitt fix með hreinni nál. Á þann hátt er þeir komnir undir læknishendur. Sumum er ekki viðbjargandi en þeir væru að minnsta kosti komnir inn fyrir garðinn. Þyrftu ekki að svíkja eða stela fyrir næsta skammti með tilheyrandi hörmungum fyrir þá sem verða á vegi þeirra. Og það væri hægt að komast að því hverjir þeir eru og hvort þeir eiga börn. Það má aldrei gleyma því að tilvera eins langt leidds fíkils er ekki aðeins helvíti á jörð fyrir hann, heldur alla þá sem næst honum standa. Þannig má gera ráð fyrir að 700 fíklar hafi í kringum sig að minnsta kosti 7.000 manns sem líða á hverjum degi fyrir óútreiknanlega hegðun, sem er jafnvel móðurástinni sterkari. Samfélagið getur aðeins tapað á því að halda þessum hópi utangarðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Í mörg ár hafa meginþættir baráttunnar við fíkniefnavandann hvílt á þremur stoðum: forvörnum, meðhöndlun og löggæslu. Nú er kominn tími til að bæta við þeirri fjórðu: að lágmarka skaðann. Lengi vel hefur áhersla og fjármagn hins opinbera fyrst og fremst beinst að löggæslunni. Meðhöndlunin hefur að stórum hluta verið í höndum frjálsra félagasambanda á borð við SÁÁ og Krísuvíkursamtökin. Þáttur forvarna hefur sem betur fer farið ört vaxandi undanfarin ár. Smám saman hafa fleiri og fleiri áttað sig á því að baráttan verður að beinast að rót vandans. Hann er ekki sá að fíkniefnasalar selji skólabörnum dóp. Vandinn er að skólabörn kaupa dópið. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fangaði kjarna málsins með þessum orðum í tilefni af forvarnardeginum síðasta haust: „Eina vörnin sem dugir er styrkur unga fólksins til að segja nei. Það er alveg sama hvað við fjölgum í lögreglunni, það mun aldrei duga." Rannsóknir meðal ungs fólks sýna okkur að baráttan er á réttri leið. Neysla vímuefna hefur minnkað jafnt og þétt meðal yngstu hópanna undanfarin ár, og aldurinn þegar neyslan hefst er hærri en áður. Þetta er jákvæð þróun. Skuggahliðar þessara rannsókna sýna okkur hins vegar að þeir sem eiga í vanda eru í mun verri málum en áður var. Lítill hópur hefur ekki styrkinn eða baklandið sem þarf til að segja nei. Sá hópur leiðist hratt út í harða neyslu sem getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt að eiga við. Tölurnar tala sínu máli. Í Fréttablaðinu um síðustu helgi var upplýst að hér á landi eru um 700 virkir sprautufíklar. Læknir kallaði tilveru þeirra faraldur sem hefur verið þagað um. Sú þögn hefur verið rofin með skelfilegum upplýsingum um fjölda barna sem hefur þurft að koma fyrir í fóstri vegna neyslu foreldra sinna; sumum hverjum til varanlegrar frambúðar þar sem mæður þeirra og jafnvel feður líka hafa kvatt þetta líf. Tilvera fíklanna er að sami skapi ógnvænleg. Í Fréttablaðinu í gær var sagt að um áttatíu prósent sprautufíkla hefðu deilt nál með öðrum fíklum, sem er vísast smitleiðin fyrir HIV og lifrarbólgusmit; dauða fyrir aldur fram. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er mögulegt að „lágmarka skaðann" með fyrrnefndri fjórðu stoð baráttunnar. Heilbrigðisyfirvöld geta tekið það skref að koma hér upp aðstöðu þar sem fíklar koma og fá sitt fix með hreinni nál. Á þann hátt er þeir komnir undir læknishendur. Sumum er ekki viðbjargandi en þeir væru að minnsta kosti komnir inn fyrir garðinn. Þyrftu ekki að svíkja eða stela fyrir næsta skammti með tilheyrandi hörmungum fyrir þá sem verða á vegi þeirra. Og það væri hægt að komast að því hverjir þeir eru og hvort þeir eiga börn. Það má aldrei gleyma því að tilvera eins langt leidds fíkils er ekki aðeins helvíti á jörð fyrir hann, heldur alla þá sem næst honum standa. Þannig má gera ráð fyrir að 700 fíklar hafi í kringum sig að minnsta kosti 7.000 manns sem líða á hverjum degi fyrir óútreiknanlega hegðun, sem er jafnvel móðurástinni sterkari. Samfélagið getur aðeins tapað á því að halda þessum hópi utangarðs.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun