Pavin fyrirliði bandaríska liðsins á Ryder Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2008 17:24 Corey Pavin á blaðamannafundi í dag. Nordic Photos / Getty Images Corey Pavin mun gegn stöðu fyrirliða á Ryder-keppninni í golfi sem fer fram í Wales árið 2010. Það verður því hlutverk Pavin að verja titilinn sem bandaríska liðið vann undir forystu Paul Azinger í sumar. Bandaríkin vann öruggan sigur á Valhalla-vellinum í september síðastliðnum og hlaut sextán og hálfan vinning en lið Evrópu ellefu og hálfan. „Ryder-keppnin er í blóðinu mínu. Þetta er stórkostlegasti atburður heimsins, þá sérstaklega í golfíþróttinni," sagði Pavin og sparaði greinilega ekki stóru orðin. Bandaríska liðið hefur ekki unnið Ryder-keppnina í Evrópu síðan hún fór fram á Belfry-vellinum árið 1993. Þá var Pavin í bandaríska liðinu sem keppandi en alls hefur hann þrívegis tekið þátt í Ryder-keppninni. Pavin var einnig aðstoðarmaður Tom Lehman sem var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir fjórum árum er Bandaríkin tapaði fyrir Evrópu. Kylfingar reyndu af fremsta megni að fá Azinger til að halda áfram sem fyrirliði en varð ekki af ósk sinni. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Corey Pavin mun gegn stöðu fyrirliða á Ryder-keppninni í golfi sem fer fram í Wales árið 2010. Það verður því hlutverk Pavin að verja titilinn sem bandaríska liðið vann undir forystu Paul Azinger í sumar. Bandaríkin vann öruggan sigur á Valhalla-vellinum í september síðastliðnum og hlaut sextán og hálfan vinning en lið Evrópu ellefu og hálfan. „Ryder-keppnin er í blóðinu mínu. Þetta er stórkostlegasti atburður heimsins, þá sérstaklega í golfíþróttinni," sagði Pavin og sparaði greinilega ekki stóru orðin. Bandaríska liðið hefur ekki unnið Ryder-keppnina í Evrópu síðan hún fór fram á Belfry-vellinum árið 1993. Þá var Pavin í bandaríska liðinu sem keppandi en alls hefur hann þrívegis tekið þátt í Ryder-keppninni. Pavin var einnig aðstoðarmaður Tom Lehman sem var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir fjórum árum er Bandaríkin tapaði fyrir Evrópu. Kylfingar reyndu af fremsta megni að fá Azinger til að halda áfram sem fyrirliði en varð ekki af ósk sinni.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira