Menning

List gerir heimilið

Rakel Steinþórsdóttir opnar sýningu á Ljósanótt.
Rakel Steinþórsdóttir opnar sýningu á Ljósanótt.

Fimmta einkasýning Rakelar S. Steinþórsdóttur, Ævintýri á Ljósanótt, var opnuð á Flughóteli í Keflavík í gær.

„Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og ég er ægilega ánægð með þetta. Ég er að sýna myndir sem ég er búin að vera að mála þetta árið. Það er voða gott að hafa svona Ljósanótt sem dregur þetta allt fram og ýtir á eftir manni að sýna það sem maður er að gera. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Rakel.

Segja má að hún sé fastagestur Ljósanætur. „Þetta er þriðja Ljósanóttin sem ég sýni á og ég hef verið áður á Flughótelinu. Í fyrra var ég með þetta heima hjá mér. Ég held vonandi bara áfram í þessu.“

Rakel notar steinsteypu, húsamálningu og hefðbundna málningu í myndir sínar. „Þær eru algjörlega abstrakt. Mér finnst þetta vera meira litasamsetningar eða svokölluð skreytilist. Þetta er það sem setur endapunktinn á gott herbergi. Það er ómögulegt að hafa ekki eitthvað á veggjunum.“ Hún segir mikið af list skreyta veggina heima hjá sér. „Út um allt, annars væri þetta ekki heimili.“ - kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×