Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ 16. september 2008 07:00 Þórarinn Ingi Jónsson hlaut níu mánaða skilorð vegna listaverks síns í formi sprengjulegs skúlptúrs sem olli uppnámi í Toronto í fyrra. Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp