Hættulegir varnarveggir hræða ökumenn 26. september 2008 08:35 Tæknimenn Williams vinna að undirbúningi fyrir fyrstu æfingu keppnisliða sem er í dag kl. 11.00. Ekið verður á flóðlýstri braut. Nordic Photos / AFP Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti