Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben 18. október 2008 05:30 Bubbi stígur á svið í Danaveldi í kvöld fyrir framan hátt í eitt þúsund manns. Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Bubbi segir að tónleikarnir leggist mjög vel í sig, en undirbúningur var í fullum gangi þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Gestur minn á tónleikunum verður Poul Krebs og það hafa fleiri þekktir danskir tónlistarmenn boðað komu sína," segir hann fullur tilhlökkunar. Á meðal þeirra verður hugsanlega Jesper Binzen, söngvari stærstu rokksveitar Dana, D-A-D, sem áður hét Disneyland After Dark. Þekktasta lag hennar er vafalítið I"m Sleeping My Day Away sem kom út 1989. Paul Krebs er aftur á móti talinn þekktasti danski tónlistarmaðurinn á eftir sjálfum Kim Larsen. Hitaði Bubbi einmitt upp fyrir Krebs á tónleikum hans í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári síðan. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, segist hafa fengið góðar móttökur í Danaveldi þrátt fyrir fjaðrafokið í kringum efnahagsmálin. „Engum hefur verið hent út úr búðum og hér er allt í sómanum," segir hann. „Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og finn ekki fyrir öðru en eðlilegum viðskiptaháttum." Hann býst við frábærri stemmningu í kvöld: „Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann verður með bandið með sér og mun taka klassísku slagarana í bland við nýrra efni." -fb Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Bubbi segir að tónleikarnir leggist mjög vel í sig, en undirbúningur var í fullum gangi þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Gestur minn á tónleikunum verður Poul Krebs og það hafa fleiri þekktir danskir tónlistarmenn boðað komu sína," segir hann fullur tilhlökkunar. Á meðal þeirra verður hugsanlega Jesper Binzen, söngvari stærstu rokksveitar Dana, D-A-D, sem áður hét Disneyland After Dark. Þekktasta lag hennar er vafalítið I"m Sleeping My Day Away sem kom út 1989. Paul Krebs er aftur á móti talinn þekktasti danski tónlistarmaðurinn á eftir sjálfum Kim Larsen. Hitaði Bubbi einmitt upp fyrir Krebs á tónleikum hans í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári síðan. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, segist hafa fengið góðar móttökur í Danaveldi þrátt fyrir fjaðrafokið í kringum efnahagsmálin. „Engum hefur verið hent út úr búðum og hér er allt í sómanum," segir hann. „Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og finn ekki fyrir öðru en eðlilegum viðskiptaháttum." Hann býst við frábærri stemmningu í kvöld: „Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann verður með bandið með sér og mun taka klassísku slagarana í bland við nýrra efni." -fb
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira