Sjö marka sigur á Grikkjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2008 16:47 Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun. Íslenski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun.
Íslenski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira