Sjö marka sigur á Grikkjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2008 16:47 Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun. Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun.
Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira