Fátt var um óvænt úrslit í kvöld þegar 8-liða úrslitin í Visabikar kvenna fóru fram. Valur, Breiðablik, KR og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigrum í kvöld.
KR vann 3-0 sigur á Fylki í Árbænum, Valur lagði Keflavík 2-0 heima, Breiðablik lagði Þór/KA 1-0 fyrir norðan og Stjarnan lagði ÍA í Garðabænum 2-1.
Valur, KR, Stjarnan og Breiðablik raða sér einmitt í fjögur efstu sætin í Landsbankadeild kvenna og því verður um sannkallaða stórleiki að ræða í undanúrslitunum.