Ljótara kynið Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 26. september 2008 07:00 Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt. Ég sem var nýbúin að jafna mig eftir fréttirnar af bakspiki Jennifer Lopez og slæmu útliti Courtney Love sem þykir óvenju sjúskuð þessa dagana. Með hverri frétt fylgdu óhugnanlegar myndir en fæstar þó jafn viðbjóslegar og myndirnar af þeim Celine Dion, Evu Longoriu og Gwyneth Palthrow sem allar höfðu asnast til þess að láta sjá sig ófarðaðar á almannafæri. Fréttir af útlitsskandölum þekktra kvenna eru vinsælt lesefni. Ef ekki væri fyrir fréttina af ofvirkum svitakirtlum Toms Cruise gæti maður slysast til að álíta að þessi fréttaflokkur væri birtingarmynd kynjamisréttis, sprottinn fram af þeim óraunhæfu kröfum sem við gerum til útlits kvenna. En málið er varla svo einfalt. Þetta er náttúrulega stórmerkilegur fréttaflutningur og nauðsynlegur. Ég veit hreinlega ekki hvar ég væri stödd í lífinu ef ég vissi ekki að Elle McPherson er með krumpuð hné og Jerry Hall komin með appelsínuhúð. Það er erfitt að vera kona og nær óhugsandi að vera falleg kona. Í gegnum aldirnar hafa skáldin reynt að blekkja okkur með hugljúfum kveðskap um fegurð og þokka kvenkynsins en það liggur auðvitað í augum uppi að konur eru almennt ófríðari frá náttúrunnar hendi en karlar. Karlmönnum nægir að bursta tennurnar ætli þeir að líta vel út en við konurnar getum vart látið sjá okkur án þess að vera vel smurðar af kremum og málningu í framan, hárlausar með öllu og með uppáskrift frá lækni um að við eigum pantaðan tíma í brjóstastækkun innan skamms. Ég las það í vikunni að lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna verða sífellt vinsælli og það bara meðal venjulegra húsmæðra í Bretlandi. Ég er ekki hissa, hver vill vera með of síða skapabarma á þessum síðustu og verstu tímum? Fréttirnar af útlitsvandamálum átrúnaðargoðanna í Hollywood, sem eru víst með svitaholur og lærapoka eftir allt saman, hljóta að hafa göfugan tilgang. Þær eru eflaust settar fram til að láta okkur, sem tilheyrum ljótara kyninu, líða örlítið betur. Að sjá Pamelu Anderson án andlitsfarða og fá þannig staðfestingu á að hún er alveg jafn ljót og við hinar gerir miklu meira fyrir sjálfstraustið en innihaldslaus huggunarorð um að fegurðin komi að innan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt. Ég sem var nýbúin að jafna mig eftir fréttirnar af bakspiki Jennifer Lopez og slæmu útliti Courtney Love sem þykir óvenju sjúskuð þessa dagana. Með hverri frétt fylgdu óhugnanlegar myndir en fæstar þó jafn viðbjóslegar og myndirnar af þeim Celine Dion, Evu Longoriu og Gwyneth Palthrow sem allar höfðu asnast til þess að láta sjá sig ófarðaðar á almannafæri. Fréttir af útlitsskandölum þekktra kvenna eru vinsælt lesefni. Ef ekki væri fyrir fréttina af ofvirkum svitakirtlum Toms Cruise gæti maður slysast til að álíta að þessi fréttaflokkur væri birtingarmynd kynjamisréttis, sprottinn fram af þeim óraunhæfu kröfum sem við gerum til útlits kvenna. En málið er varla svo einfalt. Þetta er náttúrulega stórmerkilegur fréttaflutningur og nauðsynlegur. Ég veit hreinlega ekki hvar ég væri stödd í lífinu ef ég vissi ekki að Elle McPherson er með krumpuð hné og Jerry Hall komin með appelsínuhúð. Það er erfitt að vera kona og nær óhugsandi að vera falleg kona. Í gegnum aldirnar hafa skáldin reynt að blekkja okkur með hugljúfum kveðskap um fegurð og þokka kvenkynsins en það liggur auðvitað í augum uppi að konur eru almennt ófríðari frá náttúrunnar hendi en karlar. Karlmönnum nægir að bursta tennurnar ætli þeir að líta vel út en við konurnar getum vart látið sjá okkur án þess að vera vel smurðar af kremum og málningu í framan, hárlausar með öllu og með uppáskrift frá lækni um að við eigum pantaðan tíma í brjóstastækkun innan skamms. Ég las það í vikunni að lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna verða sífellt vinsælli og það bara meðal venjulegra húsmæðra í Bretlandi. Ég er ekki hissa, hver vill vera með of síða skapabarma á þessum síðustu og verstu tímum? Fréttirnar af útlitsvandamálum átrúnaðargoðanna í Hollywood, sem eru víst með svitaholur og lærapoka eftir allt saman, hljóta að hafa göfugan tilgang. Þær eru eflaust settar fram til að láta okkur, sem tilheyrum ljótara kyninu, líða örlítið betur. Að sjá Pamelu Anderson án andlitsfarða og fá þannig staðfestingu á að hún er alveg jafn ljót og við hinar gerir miklu meira fyrir sjálfstraustið en innihaldslaus huggunarorð um að fegurðin komi að innan.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun