Ágætt að vera Íslendingur 11. nóvember 2008 06:00 Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff hefur vakið mikla athygli í Danmörku fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum All Stars. „Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira