Svipmynd af ritstjórn Þorvaldur Gylfason skrifar 4. september 2008 06:00 Dagbækur Matthíasar Johannessen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á vefnum þurfa ekki að koma neinum á óvart, þótt þar sé greint frá einkasamtölum milli manna. Þær þurfa ekki að koma á óvart vegna þess, að Ísland er eins og Færeyjar (Eðvarð T. Jónsson lýsti þessu vel í bók sinni Hlutskipti Færeyja 1994): hér vita allir allt um alla. Ísland er einnig eins og Færeyjar og mörg önnur smálönd að því leyti, að sumir þykjast ekki hafa hugmynd um ýmislegt af því, sem allir vita. Þar hefur Morgunblaðið gengið framarlega í flokki: með því að þegja um fréttir frekar en að segja fréttir. Þagnir Morgunblaðsins um ýmis almælt en óþægileg tíðindi - óþægileg fyrir flokkinn - hafa verið og eru enn eitt helzta kennimark blaðsins (og þá um leið einn lykillinn að lýðhylli Fréttablaðsins, enda komst Nyhedsavisen í þrot vegna þess, sýnist mér, að Danir eiga ekkert íslenzkt Morgunblað). Dagbækur Matthíasar eru sama marki brenndar. Hann færir ekki til bókar ýmislegt, sem hann veit, þótt samhengið kalli á það. Þetta er bert og tilfinnanlegt í nýbirtum færslum hans um Landsbankamálið 1998, þegar þrír bankastjórar voru með offorsi gerðir burtrækir úr bankanum. Þeir, sem fylgdust vel með málinu, vita meira en fram kemur í færslum Matthíasar. Hann hirðir til dæmis ekki um að minnast á nafnlaust bréf, sem kemur við söguna og blaðamenn hafa greint frá á prenti. Hann getur þó vafalaust sagt sér það sjálfur, að bréfið hlýtur fyrr eða síðar að koma fram. Nema hann sé búinn að steingleyma því.Ein lög í landinu?Allir vita, hvernig stjórnmálamenn í bönkunum misnotuðu aðstöðu sína með því að skiptast á upplýsingum um einstaka viðskiptavini, þótt trúnaðarbrot af því tagi varði við lög. Enginn skyni borinn maður, sem fylgist vel með stjórnmálum, getur leyft sér að þykjast ekki vita um þetta. Sjálfstæðismenn gátu fylgzt með framsóknarfyrirtækjum og öfugt samkvæmt skipuritum bankanna. Upplýsingar um fjármál einstaklinga fengu að fljóta með. Ríkisbankarekstur hlaut að vera þessu marki brenndur eins og allt var í pottinn búið. Af þessu má ráða brýna nauðsyn þess að koma bönkunum úr ríkiseigu í einkaeign svo sem gert var fyrir fáeinum árum, enda þótt framkvæmdin tækist ekki nógu vel. Morgunblaðið og Landsbankinn eru nú í eigu sama manns.Það eru því ekki mikil tíðindi, að Matthías Johannessen skuli fjalla frjálslega um skuldir forseta Íslands við Landsbankann og í sömu andrá lýsa því, hvernig fráfarandi bankastjóri Landsbankans skellti trúnaðarskjölum úr bankanum á skrifborðið á ritstjórn Morgunblaðsins. Matthías lætur skína í efni skjalanna og segist þó halda, að hann hafi ekki brotið lög. Hann veit, að fleiri menn en forsetinn máttu una því, að stjórnmálamenn og erindrekar þeirra í bönkunum láku trúnaðarupplýsingum um fjármál andstæðinga sinna til að veikja þá og sverta mannorð þeirra. Þetta var og er snar partur af „andrúmslofti dauðans," sem Morgunblaðið lýsti vel í Reykjavíkurbréfi 25. júní 2006. Um þetta sagði einn erindrekinn: Friður óttans er bezti og varanlegasti friðurinn. Matthías hefur nú tekið upp þráðinn úr áður nefndu Reykjavíkurbréfi og svipt svartri hulunni af öllu saman, undir nafni. Það er út af fyrir sig, má segja, virðingarvert.Bæði skiptin í útlöndumMatthías segir í einni færslu sinni frá stuttu samtali okkar tveggja á skrifstofu hans fyrir tuttugu árum. Því er ef til vill ekki úr vegi, og þó, kannski ekki, að ég segi nú frá saklausu símtali, sem við áttum um svipað leyti. Þannig var, að Morgunblaðið birti á þessum árum og lengi eftirleiðis margar greinar mínar um landbúnaðarmál og ýmislegt annað. Ég mátti vita, að virðingarmenn í Sjálfstæðisflokknum væru ekki allir ánægðir með þessa gestrisni Morgunblaðsins í minn garð. Ég hringdi einn morguninn til Matthíasar til að þakka honum fyrir að birta þetta; málið snerist um innflutning á kartöflum. Ekkert að þakka, sagði hann. Ég þóttist vita, að ýmsir hringdu á ritstjórnina til að kvarta undan kartöflugreinunum, og bað hann forláts á óþægindunum, sem áreitið bakaði ritstjórunum. Já, það er svolítið hringt, sagði Matthías. Ég þakkaði honum enn fyrir mig og sagðist vona, að Morgunblaðið gæti í leiðurum tekið undir góðfúsar óskir mínar og annarra um frjálsari innflutning landbúnaðarafurða til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Þá sagði hann: Veiztu það, Þorvaldur minn, ég hef tvisvar fengið matareitrun, í bæði skiptin í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Dagbækur Matthíasar Johannessen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á vefnum þurfa ekki að koma neinum á óvart, þótt þar sé greint frá einkasamtölum milli manna. Þær þurfa ekki að koma á óvart vegna þess, að Ísland er eins og Færeyjar (Eðvarð T. Jónsson lýsti þessu vel í bók sinni Hlutskipti Færeyja 1994): hér vita allir allt um alla. Ísland er einnig eins og Færeyjar og mörg önnur smálönd að því leyti, að sumir þykjast ekki hafa hugmynd um ýmislegt af því, sem allir vita. Þar hefur Morgunblaðið gengið framarlega í flokki: með því að þegja um fréttir frekar en að segja fréttir. Þagnir Morgunblaðsins um ýmis almælt en óþægileg tíðindi - óþægileg fyrir flokkinn - hafa verið og eru enn eitt helzta kennimark blaðsins (og þá um leið einn lykillinn að lýðhylli Fréttablaðsins, enda komst Nyhedsavisen í þrot vegna þess, sýnist mér, að Danir eiga ekkert íslenzkt Morgunblað). Dagbækur Matthíasar eru sama marki brenndar. Hann færir ekki til bókar ýmislegt, sem hann veit, þótt samhengið kalli á það. Þetta er bert og tilfinnanlegt í nýbirtum færslum hans um Landsbankamálið 1998, þegar þrír bankastjórar voru með offorsi gerðir burtrækir úr bankanum. Þeir, sem fylgdust vel með málinu, vita meira en fram kemur í færslum Matthíasar. Hann hirðir til dæmis ekki um að minnast á nafnlaust bréf, sem kemur við söguna og blaðamenn hafa greint frá á prenti. Hann getur þó vafalaust sagt sér það sjálfur, að bréfið hlýtur fyrr eða síðar að koma fram. Nema hann sé búinn að steingleyma því.Ein lög í landinu?Allir vita, hvernig stjórnmálamenn í bönkunum misnotuðu aðstöðu sína með því að skiptast á upplýsingum um einstaka viðskiptavini, þótt trúnaðarbrot af því tagi varði við lög. Enginn skyni borinn maður, sem fylgist vel með stjórnmálum, getur leyft sér að þykjast ekki vita um þetta. Sjálfstæðismenn gátu fylgzt með framsóknarfyrirtækjum og öfugt samkvæmt skipuritum bankanna. Upplýsingar um fjármál einstaklinga fengu að fljóta með. Ríkisbankarekstur hlaut að vera þessu marki brenndur eins og allt var í pottinn búið. Af þessu má ráða brýna nauðsyn þess að koma bönkunum úr ríkiseigu í einkaeign svo sem gert var fyrir fáeinum árum, enda þótt framkvæmdin tækist ekki nógu vel. Morgunblaðið og Landsbankinn eru nú í eigu sama manns.Það eru því ekki mikil tíðindi, að Matthías Johannessen skuli fjalla frjálslega um skuldir forseta Íslands við Landsbankann og í sömu andrá lýsa því, hvernig fráfarandi bankastjóri Landsbankans skellti trúnaðarskjölum úr bankanum á skrifborðið á ritstjórn Morgunblaðsins. Matthías lætur skína í efni skjalanna og segist þó halda, að hann hafi ekki brotið lög. Hann veit, að fleiri menn en forsetinn máttu una því, að stjórnmálamenn og erindrekar þeirra í bönkunum láku trúnaðarupplýsingum um fjármál andstæðinga sinna til að veikja þá og sverta mannorð þeirra. Þetta var og er snar partur af „andrúmslofti dauðans," sem Morgunblaðið lýsti vel í Reykjavíkurbréfi 25. júní 2006. Um þetta sagði einn erindrekinn: Friður óttans er bezti og varanlegasti friðurinn. Matthías hefur nú tekið upp þráðinn úr áður nefndu Reykjavíkurbréfi og svipt svartri hulunni af öllu saman, undir nafni. Það er út af fyrir sig, má segja, virðingarvert.Bæði skiptin í útlöndumMatthías segir í einni færslu sinni frá stuttu samtali okkar tveggja á skrifstofu hans fyrir tuttugu árum. Því er ef til vill ekki úr vegi, og þó, kannski ekki, að ég segi nú frá saklausu símtali, sem við áttum um svipað leyti. Þannig var, að Morgunblaðið birti á þessum árum og lengi eftirleiðis margar greinar mínar um landbúnaðarmál og ýmislegt annað. Ég mátti vita, að virðingarmenn í Sjálfstæðisflokknum væru ekki allir ánægðir með þessa gestrisni Morgunblaðsins í minn garð. Ég hringdi einn morguninn til Matthíasar til að þakka honum fyrir að birta þetta; málið snerist um innflutning á kartöflum. Ekkert að þakka, sagði hann. Ég þóttist vita, að ýmsir hringdu á ritstjórnina til að kvarta undan kartöflugreinunum, og bað hann forláts á óþægindunum, sem áreitið bakaði ritstjórunum. Já, það er svolítið hringt, sagði Matthías. Ég þakkaði honum enn fyrir mig og sagðist vona, að Morgunblaðið gæti í leiðurum tekið undir góðfúsar óskir mínar og annarra um frjálsari innflutning landbúnaðarafurða til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Þá sagði hann: Veiztu það, Þorvaldur minn, ég hef tvisvar fengið matareitrun, í bæði skiptin í útlöndum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun