Raddaður ævintýraheimur 22. ágúst 2008 06:00 Söngvarinn Robin Pecknold líkir tónlist sveitarinnar við ævintýraheim sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund. Seattle-sveitin Fleet Foxes er á meðal heitustu nýliðanna í poppheiminum á árinu 2008, en fyrsta platan hennar samnefnd sveitinni hefur verið að fá hástemmda lofdóma beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu. Trausti Júlíusson kynnti sér þetta kornunga band. „Okkar markmið er að vera ævintýragjarnir og trúir sjálfum okkur og hafa gaman af því sem við erum að gera saman," segir Robin Pecknold söngvari, gítarleikari og aðallagasmiður Seattle-sveitarinnar Fleet Foxes, í nýlegu viðtali. Yfirlýsing sem gæti átt við aðra hverja nýstofnaða hljómsveit, en munurinn á Fleet Foxes og öllum hinum er að Fleet Foxes er nýja uppáhaldshljómsveit tónlistaráhugamanna og gagnrýnenda úti um allan heim. Og Robin heldur áfram að lýsa sveitinni: „Það skemmtilegasta sem ég geri í heiminum er að syngja í harmóníu með öðru fólki þannig að vð gerum fullt af því. Við elskum kassagítara, rafmagnsgítara, stórar tom-trommur, mandólín, sílófóna, bassagítara, bassapedala, orgel, píanó, kótó og mest af öllu harmóníur og melódíur. Okkur hefur tekist ætlunarverkið ef við náum að gera lag þar sem öll hljóðfærin eru að gera eitthvað áhugavert og melódískt."ÆskuvinirFleet Foxes er skipuð þeim Robin, Skye Skjelset gítarleikara, Casey Westcott hljómborðsleikara, Josh Tillman trommuleikara og Christian Wargo bassaleikara. Robin og Skye eru æskuvinir og byrjuðu að spila á gítar saman fyrir tíu árum eða svo og ákváðu að stofna hljómsveit. Þeir störfuðu saman undir ýmsum nöfnum, t.d. Lemon/Lime og Pineapple, en fyrir tveimur árum varð Fleet Foxes til. Þeir vöktu snemma athygli fyrir góða frammistöðu á tónleikum og náðu eyrum útsendara Seattle-plötufyrirtækisins Sub Pop sem gerði við þá samning í fyrra. Fyrsta útgáfan var EP-platan Sun Giant sem kom út í febrúar og fyrsta stóra platan, Fleet Foxes, kom svo út nú í sumar. Líkt við Beach Boys og CSN&YVegur Fleet Foxes upp á stjörnuhimininn hefur verið hraður síðustu vikur og mánuði. Þeir hafa spilað mikið og eru bókaðir út árið og platan hefur fengið dúndurdóma, m.a. fullt hús í Mojo og Guardian og 9/10 hjá Pitchforkmedia. Tónlistin er heillandi þjóðlagaskotið indípopp borið uppi af fínum lagasmíðum og frábærum söng. Henni hefur m.a. verið líkt við Beach Boys; Crosby, Stills, Nash & Young; Band of Horses og annað amerískt nýstirni, Bon Iver. Áhrifin frá tónlist sjöunda áratugarins eru augljós, en skýringuna má finna í því að Robin ólst upp við tónlist foreldra sinna, Bob Dylan, Beach Boys, Neil Young, Simon & Garfunkel og fleiri. Óbyggðir og ævintýriÍ textum Fleet Foxes er mikið talað um óbyggðir, t.d. í Ragged Wood, White Winter Hymnal og Medowlark, ekki beint umhverfið í stórborginni Seattle. Að sögn Robins átti hann við ofnæmisvandamál að stríða þegar hann var unglingur og varð að vera meira og minna inni í þjú ár. Þá sökkti hann sér inn í ímyndaðan heim með því að lesa bækur eins og Lord of the Rings. Hann segir tónist Fleet Foxes vera á einhvern hátt eins og ævintýri sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Seattle-sveitin Fleet Foxes er á meðal heitustu nýliðanna í poppheiminum á árinu 2008, en fyrsta platan hennar samnefnd sveitinni hefur verið að fá hástemmda lofdóma beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu. Trausti Júlíusson kynnti sér þetta kornunga band. „Okkar markmið er að vera ævintýragjarnir og trúir sjálfum okkur og hafa gaman af því sem við erum að gera saman," segir Robin Pecknold söngvari, gítarleikari og aðallagasmiður Seattle-sveitarinnar Fleet Foxes, í nýlegu viðtali. Yfirlýsing sem gæti átt við aðra hverja nýstofnaða hljómsveit, en munurinn á Fleet Foxes og öllum hinum er að Fleet Foxes er nýja uppáhaldshljómsveit tónlistaráhugamanna og gagnrýnenda úti um allan heim. Og Robin heldur áfram að lýsa sveitinni: „Það skemmtilegasta sem ég geri í heiminum er að syngja í harmóníu með öðru fólki þannig að vð gerum fullt af því. Við elskum kassagítara, rafmagnsgítara, stórar tom-trommur, mandólín, sílófóna, bassagítara, bassapedala, orgel, píanó, kótó og mest af öllu harmóníur og melódíur. Okkur hefur tekist ætlunarverkið ef við náum að gera lag þar sem öll hljóðfærin eru að gera eitthvað áhugavert og melódískt."ÆskuvinirFleet Foxes er skipuð þeim Robin, Skye Skjelset gítarleikara, Casey Westcott hljómborðsleikara, Josh Tillman trommuleikara og Christian Wargo bassaleikara. Robin og Skye eru æskuvinir og byrjuðu að spila á gítar saman fyrir tíu árum eða svo og ákváðu að stofna hljómsveit. Þeir störfuðu saman undir ýmsum nöfnum, t.d. Lemon/Lime og Pineapple, en fyrir tveimur árum varð Fleet Foxes til. Þeir vöktu snemma athygli fyrir góða frammistöðu á tónleikum og náðu eyrum útsendara Seattle-plötufyrirtækisins Sub Pop sem gerði við þá samning í fyrra. Fyrsta útgáfan var EP-platan Sun Giant sem kom út í febrúar og fyrsta stóra platan, Fleet Foxes, kom svo út nú í sumar. Líkt við Beach Boys og CSN&YVegur Fleet Foxes upp á stjörnuhimininn hefur verið hraður síðustu vikur og mánuði. Þeir hafa spilað mikið og eru bókaðir út árið og platan hefur fengið dúndurdóma, m.a. fullt hús í Mojo og Guardian og 9/10 hjá Pitchforkmedia. Tónlistin er heillandi þjóðlagaskotið indípopp borið uppi af fínum lagasmíðum og frábærum söng. Henni hefur m.a. verið líkt við Beach Boys; Crosby, Stills, Nash & Young; Band of Horses og annað amerískt nýstirni, Bon Iver. Áhrifin frá tónlist sjöunda áratugarins eru augljós, en skýringuna má finna í því að Robin ólst upp við tónlist foreldra sinna, Bob Dylan, Beach Boys, Neil Young, Simon & Garfunkel og fleiri. Óbyggðir og ævintýriÍ textum Fleet Foxes er mikið talað um óbyggðir, t.d. í Ragged Wood, White Winter Hymnal og Medowlark, ekki beint umhverfið í stórborginni Seattle. Að sögn Robins átti hann við ofnæmisvandamál að stríða þegar hann var unglingur og varð að vera meira og minna inni í þjú ár. Þá sökkti hann sér inn í ímyndaðan heim með því að lesa bækur eins og Lord of the Rings. Hann segir tónist Fleet Foxes vera á einhvern hátt eins og ævintýri sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira