Hæfileikar, fegurð og fágun 6. nóvember 2008 06:30 Hljómsveitin Hjaltalín fær góða dóma á erlendum tónlistarsíðum fyrir plötu sína Sleepdrunk Seasons. mynd/leó stefánsson Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit. Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit.
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira