Erlent

Plataður til að skjóta hálftamið ljón

Óli Tynes skrifar
Brian Lisborg með heimilisköttinn.
Brian Lisborg með heimilisköttinn.

Danskur bogveiðimaður þykist illa svikinn eftir að hann komst að því að ljón sem hann felldi í Suður-Afríku var hálftamið.

Brian Lisborg segir að hann hafi enga hugmynd haft um þetta. Hefði hann vitað það hefði hann aldrei skotið ljónið, enda samræmdist það enganvegin hans siðareglum í veiðum.

Þetta er aðeins angi af miklu stærra máli. Jens Kjær Knudsen, formaður danska Safari klúbbsins  segir að þetta sé hálfgerð plága. Það sé alveg hægt að skjóta villt ljón með boga í Suður-Afríku en það kosti upp í 50 þúsund evrur. Það er vel á sjöttu milljón króna.

Svikulir menn bjóða hinsvegar ljónaveiðar á einstöku tilboðsverði. Veiðimenn þurfa ekki að borga nema svosem fimmþúsund evrur eða tæpar 600 þúsund krónur.

Ljóninu er svo sleppt úr búri rétt áður en veiðimaðurinn kemur á vettvang. Því er jafnvel séð fyrir æti, til þess að tryggja að það fari ekki af staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×