Um hvað? Þorsteinn Pálsson skrifar 31. júlí 2008 06:15 Einn af þingmönnum stjórnarflokkanna hefur lýst þeirri skoðun að rétt væri að gera nýjan sáttmála fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. Rökin eru þau að mikið hafi breyst frá því stjórnin tók við. Það hefur hins vegar oft gerst áður að ríkisstjórnir hafa staðið frammi fyrir nýjum veruleika í efnahagsmálum og jafnvel utanríkismálum án þess að það kallaði á nýjan stórnarsáttmála. Nýtt strik er þá sett við ríkisstjórnarborðið. Eigi að síður er formleg endurnýjun stjórnarsáttmála ekki dæmalaus. Það gerðist til að mynda 1984 eftir eins árs setu þáverandi ríkisstjórnar. Margs konar róttækar hugmyndir um kerfisbreytingar og aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum auk kynslóðatogstreitu bjuggu að baki þar og þá. Aðferðafræðin skiptir ekki öllu, þegar þannig stendur á, heldur hitt hvort menn hafa eitthvað nýtt til málanna að leggja. Með vissum hætti má segja að ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans í vor hafi opinberað nýjan stjórnarsáttmála. Þar voru kunngerð umfangsmestu áform fyrr og síðar til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Sú ákvörðun fól í sér grundvallar stefnubreytingu. Vegna almannahagsmuna þótti rétt að stórauka ábyrgð skattborgaranna á fjármálakerfinu. Stjórnarsáttmálinn gerir hvergi ráð fyrir ráðstöfunum af því tagi. Þær voru samt boðaðar. Jafnframt var í þessari ræðu tilkynnt um að senn væri kominn tími til að endurskoða peningastefnuna í heild. Það er sterk yfirlýsing og ávísun á stefnubreytingu frá myndun ríkisstjórnarinnar. Svo má deila um hversu rösklega hafi gengið að koma þessum áformum fram. En mismunandi mat á tímasetningum um þessa stefnubreytingu er tæpast efnisástæða fyrir nýjum sáttmála. Yfirlýsing forsætisráðherra um að fela Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar að skoða möguleika á aðild að Evrópska myntbandalaginu var líka umtalsverð stefnubreyting frá skrifuðum stjórnarsáttmála. Menn geta deilt um hversu raunhæf sú hugmynd er. Hún felur hins vegar í sér nýja hugsun sem ekki er að finna í stjórnarsáttmálanum. Ríkisfjármálin eru annað atriði sem taka þarf á með öðrum hætti en lagt var upp með í stjórnarsáttmálanum. Ef innganga í Evrópska myntbandalagið og Evrópusambandið á að vera möguleg í byrjun næsta kjörtímabils þarf miklu harðari ríkisfjármálaákvarðanir næstu þrjú árin en stjórnarsáttmálinn mælir fyrir um. Fjárlagafrumvarpið mun sýna hvort Evrópusinnar í ríkisstjórninni meina eitthvað með því sem þeir segja um þau efni. Án verulegs niðurskurðar eru öll slík áform orð án merkingar. Eigi að halda í krónuna þarf fjárlagafrumvarpið að sýna enn harkalegri aðgerðir. Það er meira virði að sjá slík ráð í tölum fjárlagafrumvarpsins en að lesa áform þar um í nýjum stjórnarsáttmála. Stjórnarsáttmálinn hefur ekki að geyma markvissa orkunýtingarstefnu. Hún er hins vegar óhjákvæmileg nú til þess að treysta gjaldmiðilinn og hindra enn meiri kjaraskerðingu launafólks. Þeir sem streitast á móti eru Þrándur í Götu viðreisnaraðgerða í þjóðarbúskapnum. Hér skipta verkin meira en orðin. En hitt er rétt að þjóðin þarf bæði að sjá slíkar ráðstafanir og heyra um þær. Það er vissulega hlutverk stjórnarinnar að setja nýjar aðstæður og nýjar ráðstafanir í samhengi og skýra það strik sem siglt er eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Einn af þingmönnum stjórnarflokkanna hefur lýst þeirri skoðun að rétt væri að gera nýjan sáttmála fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. Rökin eru þau að mikið hafi breyst frá því stjórnin tók við. Það hefur hins vegar oft gerst áður að ríkisstjórnir hafa staðið frammi fyrir nýjum veruleika í efnahagsmálum og jafnvel utanríkismálum án þess að það kallaði á nýjan stórnarsáttmála. Nýtt strik er þá sett við ríkisstjórnarborðið. Eigi að síður er formleg endurnýjun stjórnarsáttmála ekki dæmalaus. Það gerðist til að mynda 1984 eftir eins árs setu þáverandi ríkisstjórnar. Margs konar róttækar hugmyndir um kerfisbreytingar og aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum auk kynslóðatogstreitu bjuggu að baki þar og þá. Aðferðafræðin skiptir ekki öllu, þegar þannig stendur á, heldur hitt hvort menn hafa eitthvað nýtt til málanna að leggja. Með vissum hætti má segja að ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans í vor hafi opinberað nýjan stjórnarsáttmála. Þar voru kunngerð umfangsmestu áform fyrr og síðar til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Sú ákvörðun fól í sér grundvallar stefnubreytingu. Vegna almannahagsmuna þótti rétt að stórauka ábyrgð skattborgaranna á fjármálakerfinu. Stjórnarsáttmálinn gerir hvergi ráð fyrir ráðstöfunum af því tagi. Þær voru samt boðaðar. Jafnframt var í þessari ræðu tilkynnt um að senn væri kominn tími til að endurskoða peningastefnuna í heild. Það er sterk yfirlýsing og ávísun á stefnubreytingu frá myndun ríkisstjórnarinnar. Svo má deila um hversu rösklega hafi gengið að koma þessum áformum fram. En mismunandi mat á tímasetningum um þessa stefnubreytingu er tæpast efnisástæða fyrir nýjum sáttmála. Yfirlýsing forsætisráðherra um að fela Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar að skoða möguleika á aðild að Evrópska myntbandalaginu var líka umtalsverð stefnubreyting frá skrifuðum stjórnarsáttmála. Menn geta deilt um hversu raunhæf sú hugmynd er. Hún felur hins vegar í sér nýja hugsun sem ekki er að finna í stjórnarsáttmálanum. Ríkisfjármálin eru annað atriði sem taka þarf á með öðrum hætti en lagt var upp með í stjórnarsáttmálanum. Ef innganga í Evrópska myntbandalagið og Evrópusambandið á að vera möguleg í byrjun næsta kjörtímabils þarf miklu harðari ríkisfjármálaákvarðanir næstu þrjú árin en stjórnarsáttmálinn mælir fyrir um. Fjárlagafrumvarpið mun sýna hvort Evrópusinnar í ríkisstjórninni meina eitthvað með því sem þeir segja um þau efni. Án verulegs niðurskurðar eru öll slík áform orð án merkingar. Eigi að halda í krónuna þarf fjárlagafrumvarpið að sýna enn harkalegri aðgerðir. Það er meira virði að sjá slík ráð í tölum fjárlagafrumvarpsins en að lesa áform þar um í nýjum stjórnarsáttmála. Stjórnarsáttmálinn hefur ekki að geyma markvissa orkunýtingarstefnu. Hún er hins vegar óhjákvæmileg nú til þess að treysta gjaldmiðilinn og hindra enn meiri kjaraskerðingu launafólks. Þeir sem streitast á móti eru Þrándur í Götu viðreisnaraðgerða í þjóðarbúskapnum. Hér skipta verkin meira en orðin. En hitt er rétt að þjóðin þarf bæði að sjá slíkar ráðstafanir og heyra um þær. Það er vissulega hlutverk stjórnarinnar að setja nýjar aðstæður og nýjar ráðstafanir í samhengi og skýra það strik sem siglt er eftir.