Formúla 1

Hamilton fékk ekki uppreisn æru hjá FIA

Lewis Hamilton var kallaður fyrir hjá FIA í París.
Lewis Hamilton var kallaður fyrir hjá FIA í París.

Áfrýjunardómstóll FIA í Paris staðfesti í dag úrskurð dómara í Spa mótinu í Belgíu á dögunum, þar sem Lewis Hamilton var dæmdur brotlegur. McLaren áfrýjaði málinu og það var tekið fyrir í gær og í dag á fundi áfrýjunardómstólsins með lögfræðingum McLaren.

Dómstóllinn var skipaður fimm hlutlausum aðilum sem fóru yfir málsgögn og sjónvarpsmyndir af atvikinu. Lewis Hamilton var kallaður fyrir ásamt lögfræðingum McLaren, en liðið reyndist ekki fá uppreisn æru.

Staðan í stigamótinu er því sú sama og eftir mótið í Belgíu. Hamilton er með eins stig forskot á Felipe Massa þegar fjögur mót eru eftir. Næsta mót er í Singapúr um næstu helgi.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×