Finnska leiðin út úr kreppu Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. nóvember 2008 07:00 Litlar líkur eru á að einstaklingur muni nema einu sinni á ævinni upplifa slíkar hremmingar í efnahagslífi eins og þær sem nú ríða yfir Ísland. Það er því ákaflega mikilvægt að nýta eftir föngum reynslu annarra af því að bregðast við slíkum aðstæðum. Nú um helgina var leið Finna út úr efnahagskreppu sem þar herjaði upp úr 1990 mjög í umræðunni í tengslum við fund Samfylkingarinnar í gær þar sem meðal annars var rætt um þessa leið sem reyndist Finnum happadrjúg. Einn frummælenda á þessum fundi var Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor sem kom einnig fram í viðtölum í fjölmiðlum. Stefán dró einkum fram þrjá þætti sem Finnar hefðu haft að leiðarljósi þegar þeir, með eftirtektarverðum árangri, unnu sig út úr kreppuástandi. Í fyrsta lagi sóttu Finnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1992, í miðri kreppunni, og litu beinlínis á það sem leið til að takast á við efnahagsástandið. Eitt af því sem líkt er með finnsku kreppunni og þeirri íslensku er að Finnar sátu uppi með ónýtan gjaldmiðil, rétt eins og við, og urðu í framhaldi af inngöngunni í Evrópusambandið fyrstir Norðurlandaþjóða til að taka upp evru. Í öðru lagi beittu Finnar velferðarkerfinu markvisst til að milda áhrif kreppunnar á almenning. Atvinnuleysi fór upp í 18 prósent í Finnlandi og því var róðurinn þungur, auk þess sem ríkissjóður stóð illa. Útgjöld til velferðarmála fóru frá um 25 prósentum af þjóðarframleiðslu í upphafi kreppunnar upp í 35 prósent í lok hennar. Þeir fluttu fjármagn milli málaflokka innan velferðarkerfisins og skáru sumt niður eins og lífeyrisgreiðslur til þeirra sem höfðu hærri tekjur annars staðar frá. Einnig juku þeir skatta tímabundið til þess að mæta óhjákvæmilegri útgjaldaaukningu. Í þriðja lagi tóku Finnar upp nýja atvinnustefnu sem byggði á nýsköpun og þekkingarbúskap. Þetta var gert með því að hlúa að umhverfi sem væri hvetjandi til nýsköpunar í atvinnulífi. Þarna gegndu háskólar lykilhlutverki. Auk þess sem áhersla var lögð á bætta menntun voru myndaðar þekkingarþyrpingar þar sem frumkvöðlastarfsemi átti skjól. Þessar aðgerðir skiptu áreiðanlega sköpum fyrir finnsku þjóðina. Hugmyndir Bjarkar Guðmundsdóttur og þeirra sem með henni starfa eru í raun mjög í þessum anda. Íslendingar eru vel menntuð þjóð og hér er um talsvert auðugan garð sprotafyrirtækja að gresja sem hlúa þarf að ef úr eiga að verða umtalsverðar tekjur fyrir þjóðarbúið. Ljóst er að það verður ekki verk einnar kynslóðar að greiða niður skuldir þjóðarinnar. Því verkefni verður líklega ekki lokið fyrr en framhaldsskólanemendur dagsins í dag verða að nálgast eftirlaunaaldurinn. Atvinnustefna leikur því lykilhlutverk um hvernig til tekst. Uppbygging iðnaðar sem ekki er háður kostnaðarsömum undirstöðum eins og stórvirkjunum getur þarna skipt sköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Litlar líkur eru á að einstaklingur muni nema einu sinni á ævinni upplifa slíkar hremmingar í efnahagslífi eins og þær sem nú ríða yfir Ísland. Það er því ákaflega mikilvægt að nýta eftir föngum reynslu annarra af því að bregðast við slíkum aðstæðum. Nú um helgina var leið Finna út úr efnahagskreppu sem þar herjaði upp úr 1990 mjög í umræðunni í tengslum við fund Samfylkingarinnar í gær þar sem meðal annars var rætt um þessa leið sem reyndist Finnum happadrjúg. Einn frummælenda á þessum fundi var Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor sem kom einnig fram í viðtölum í fjölmiðlum. Stefán dró einkum fram þrjá þætti sem Finnar hefðu haft að leiðarljósi þegar þeir, með eftirtektarverðum árangri, unnu sig út úr kreppuástandi. Í fyrsta lagi sóttu Finnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1992, í miðri kreppunni, og litu beinlínis á það sem leið til að takast á við efnahagsástandið. Eitt af því sem líkt er með finnsku kreppunni og þeirri íslensku er að Finnar sátu uppi með ónýtan gjaldmiðil, rétt eins og við, og urðu í framhaldi af inngöngunni í Evrópusambandið fyrstir Norðurlandaþjóða til að taka upp evru. Í öðru lagi beittu Finnar velferðarkerfinu markvisst til að milda áhrif kreppunnar á almenning. Atvinnuleysi fór upp í 18 prósent í Finnlandi og því var róðurinn þungur, auk þess sem ríkissjóður stóð illa. Útgjöld til velferðarmála fóru frá um 25 prósentum af þjóðarframleiðslu í upphafi kreppunnar upp í 35 prósent í lok hennar. Þeir fluttu fjármagn milli málaflokka innan velferðarkerfisins og skáru sumt niður eins og lífeyrisgreiðslur til þeirra sem höfðu hærri tekjur annars staðar frá. Einnig juku þeir skatta tímabundið til þess að mæta óhjákvæmilegri útgjaldaaukningu. Í þriðja lagi tóku Finnar upp nýja atvinnustefnu sem byggði á nýsköpun og þekkingarbúskap. Þetta var gert með því að hlúa að umhverfi sem væri hvetjandi til nýsköpunar í atvinnulífi. Þarna gegndu háskólar lykilhlutverki. Auk þess sem áhersla var lögð á bætta menntun voru myndaðar þekkingarþyrpingar þar sem frumkvöðlastarfsemi átti skjól. Þessar aðgerðir skiptu áreiðanlega sköpum fyrir finnsku þjóðina. Hugmyndir Bjarkar Guðmundsdóttur og þeirra sem með henni starfa eru í raun mjög í þessum anda. Íslendingar eru vel menntuð þjóð og hér er um talsvert auðugan garð sprotafyrirtækja að gresja sem hlúa þarf að ef úr eiga að verða umtalsverðar tekjur fyrir þjóðarbúið. Ljóst er að það verður ekki verk einnar kynslóðar að greiða niður skuldir þjóðarinnar. Því verkefni verður líklega ekki lokið fyrr en framhaldsskólanemendur dagsins í dag verða að nálgast eftirlaunaaldurinn. Atvinnustefna leikur því lykilhlutverk um hvernig til tekst. Uppbygging iðnaðar sem ekki er háður kostnaðarsömum undirstöðum eins og stórvirkjunum getur þarna skipt sköpum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun