Íslenski boltinn

Stórsigur KA á Leikni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Leiknis frá því fyrr í sumar.
Úr leik Stjörnunnar og Leiknis frá því fyrr í sumar. Mynd/Leiknir.com
KA vann í dag 6-0 stórsigur á Leikni frá Reykjavík á sama tíma og þrír aðrir leikir fóru fram í 1. deild karla.

Víkingur frá Reykjavík vann 2-1 sigur á Þór á heimavelli og KS/Leiftur vann 3-2 útisigur á Njarðvíkingum.

Þá unnu Selfyssingar 4-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík á heimavelli og komu sér þannig í annað sæti deildarinnar.

Eftir að ÍBV tapaði í dag fyrir Haukum eru Selfyssingar nú eina taplausa liðið í deildinni en liðið hefur unnið fimm leiki og gert þrjú jafntefli. Liðið er þó þremur stigum á eftir Eyjamönnum.

Stjörnumenn koma svo einu stigi á eftir Selfyssingum en þessi lið eru byrjuð að draga sig fram úr hinum liðunum í deildinni.

Það stefnir einnig í hörkubaráttu á botni deildarinnar þar sem Njarðvík, KS/Leiftur og Leiknir eru sömuleiðis nokkrum stigum frá öðrum liðum í deildinni.

Gunnar Kristjánsson og Brynjar Orri Bjarnason skoruðu mörk Víkinga í dag en Hreinn Hringsson mark Þórsara.

Dean Martin og Almarr Ormarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir KA gegn Leikni í dag og þeir Guðmundur Óli Steingrímsson og Andri Fannar Stefánsson hin tvö.

Í leik Njarðvíkur og KS/Leifturs komust heimamenn í 2-0 forystu með mörkum Vignis Benediktssonar og Kristins Arnar Agnarssonar. En þá svaraði KS/Leiftur með þremur mörkum sem Oliver Jäger, Ede Visinka og Þórður Birgisson skoruðu á 22 mínútna kafla í síðari hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×