Enginn kannst við leynifélagið Stím 23. nóvember 2008 19:15 Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag er því haldið fram að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilvikum í fyrrahaust. Agnes kallar þetta laumuspil Glitnis með FL Group til að hækka virði bréfa félagsins. Glitnir seldi, huldufélagið FS37 ehf, sem síðar varð Stím, keypti. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið leitað svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Skráður eigandi er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Við freistuðum þess að ná tali af honum í dag. Þorleifur Stefán Björnsson, fyrrum prókúruhafi Stíms, Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformenn Glitnis viljal heldur ekki segja hver á Stím. Agnes fullyrðir í fréttaskýringu sinni að eigendur Stím séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða en um 8 milljarðar fóru í kaup á bréfum FL Group og um 12 í Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri segir hann það tóma þvælu að hann hafi stofnað til Stíms ehf. Vilhjálmur Bjarnson, segir að hluthafar eigi heimtingu á að fá nánari útskýringar á leynifélaginu. ,,Þetta er huldufélag sem að menn að sverja af sér en þetta eru upplýsingasr sem skipta máli í þessu samhengi," segir Vilhjálmur. Hluthafar eigi heimtingu á að komast að hinu sanna í málinu. Lárus Welding hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi gert úttekt á málum varðandi Stím í nóvember á síðasta ári og hafi bankinn afhent FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Vilhjálmur Bjarnason undrast minnisleysi Lárusar í viðtali fyrir nokkrum vikum. ,,Þetta er dálítíð skrýtið því fyrir tveimur mánuðum kannaðist hann ekki við þetta félag," segir Vilhjálmur. Minni hans hafi greinilega lagast síðan. Agnes fullyrðir að FL Group hafi skuldað Glitni tæpa 27 milljarða króna, og síðast fengið 15,9 milljarða lán 27. desember í fyrra. Agnes telur það lán vafasamt, því FL hafi þá verið komið í greiðsluþrot. Jón Ásgeir segir að dylgur um að FL group hafi blóðmjólkað Glitni ekki á rökum reistar. Heildarútlán Glitnis til viðskiptamanna um síðustu áramót voru 1975 milljarðar og hafi lán til Fl Group verið um 1,35% af þeirri upphæð. Lánin hafi verið veitt gegn tryggu veði í Geysi Green Energy, Refresco, Landic property og fleiri fasteignafélögum. Jón Ásgeir segir sjálfsagt að fjalla með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri. Fréttastofa reynd í dag að ná tali af Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni án árangurs. Stím málið Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag er því haldið fram að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilvikum í fyrrahaust. Agnes kallar þetta laumuspil Glitnis með FL Group til að hækka virði bréfa félagsins. Glitnir seldi, huldufélagið FS37 ehf, sem síðar varð Stím, keypti. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið leitað svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Skráður eigandi er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Við freistuðum þess að ná tali af honum í dag. Þorleifur Stefán Björnsson, fyrrum prókúruhafi Stíms, Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformenn Glitnis viljal heldur ekki segja hver á Stím. Agnes fullyrðir í fréttaskýringu sinni að eigendur Stím séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða en um 8 milljarðar fóru í kaup á bréfum FL Group og um 12 í Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri segir hann það tóma þvælu að hann hafi stofnað til Stíms ehf. Vilhjálmur Bjarnson, segir að hluthafar eigi heimtingu á að fá nánari útskýringar á leynifélaginu. ,,Þetta er huldufélag sem að menn að sverja af sér en þetta eru upplýsingasr sem skipta máli í þessu samhengi," segir Vilhjálmur. Hluthafar eigi heimtingu á að komast að hinu sanna í málinu. Lárus Welding hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi gert úttekt á málum varðandi Stím í nóvember á síðasta ári og hafi bankinn afhent FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Vilhjálmur Bjarnason undrast minnisleysi Lárusar í viðtali fyrir nokkrum vikum. ,,Þetta er dálítíð skrýtið því fyrir tveimur mánuðum kannaðist hann ekki við þetta félag," segir Vilhjálmur. Minni hans hafi greinilega lagast síðan. Agnes fullyrðir að FL Group hafi skuldað Glitni tæpa 27 milljarða króna, og síðast fengið 15,9 milljarða lán 27. desember í fyrra. Agnes telur það lán vafasamt, því FL hafi þá verið komið í greiðsluþrot. Jón Ásgeir segir að dylgur um að FL group hafi blóðmjólkað Glitni ekki á rökum reistar. Heildarútlán Glitnis til viðskiptamanna um síðustu áramót voru 1975 milljarðar og hafi lán til Fl Group verið um 1,35% af þeirri upphæð. Lánin hafi verið veitt gegn tryggu veði í Geysi Green Energy, Refresco, Landic property og fleiri fasteignafélögum. Jón Ásgeir segir sjálfsagt að fjalla með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri. Fréttastofa reynd í dag að ná tali af Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni án árangurs.
Stím málið Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira