Tiger Woods hefur forystuna á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en lokahringurinn verður leikinn í kvöld. Woods lék á einu höggi undir pari í gær og er samtals á þremur undir.
Englendingurinn Lee Westwood er í öðru sætinu, höggi á eftir Woods. Rocco Mediate er í þriðja sæti á einu undir pari.
Woods lék virkilega vel í gær og fékk m.a. tvo erni á síðustu holunum.