Íslenski boltinn

Þrumur og eldingar fóru ekki vel í íslenska liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir er fyrirliði íslenska liðsins.
Fanndís Friðriksdóttir er fyrirliði íslenska liðsins.

Íslenska 19 ára landsliðið hefur lokið keppni á Evrópumótinu í Hvíta-Rússlandi eftir 0-4 tap á móti Englendingum í lokaleiknum. Enska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tólf mínútunum og hin tvö mörkin komu á síðustu fjórum mínútum leiksins.

Íslenska liðið fékk eitt stig í riðlinum og endar í neðsta sæti riðilsins. England vann riðilinn og Svíþjóð fylgir þeim í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Noregi í dag.

Það segir frá því á heimasíðu KSÍ að þegar íslenski þjóðsöngurinn var leikinn byrjaði að rigna með þvílíkum látum og í kjölfarið fylgdu þrumur og eldingar. Stúkan öðru megin á vellinum er yfirbyggð og upphófst æðisgengið kapphlaup þeirra áhorfenda er sátu hinumegin í skjól. Hitastigið hrapaði um leið úr 32 gráðum niður í 20 stig.

Þetta hafði greinilega ekki góð áhrif á íslenska liðið sem fékk á sig tvö mörk á fyrstu tólf mínútum leiksins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×