Íslenski boltinn

Valskonur fara beint í 32 liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur sleppa við undanriðilinn í ár.
Valskonur sleppa við undanriðilinn í ár. Mynd/Stefán

Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki munu fara beint í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í ár og sleppa því við að leika í undanriðlum eins og Íslandsmeistararnir hafa gert síðustu ár.

Góður árangur íslenskra félagsliða undanfarin ár hefur skilað þessu. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Keppnin mun framvegis bera nafn Meistaradeildar Evrópu (UEFA Women´s Champions League) og fyrirkomulaginu hefur einnig verið breytt. Á eftir riðlakeppni hefst 32 liða úrslit og verður þá leikið eftir útsláttarfyrirkomulagi, heima og heiman.

Helst það fyrirkomulag út keppnina þangað til að úrslitaleiknum en þá verður aðeins einn leikur. Mun úrslitaleikur keppninnar fara fram í sömu borg og úrslitaleikur Meistaradeildar karla. Úrslitaleikurinn verður því í Madríd 2010 og í London 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×