Áfangi í átt til jafnréttis kynja Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. febrúar 2009 06:00 Sú ríkisstjórn sem tók við völdum á sunnudaginn markar að ýmsu leyti tímamót. Út frá kynjasjónarmiði er skipan hennar í það minnsta merkileg og með henni er brotið blað. Ekki aðeins situr kona á stóli forsætisráðherra í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem vitanlega er merkur áfangi. Hitt er einnig mikils um vert að ríkisstjórnin er skipuð konum og körlum að jöfnu. Lagt var upp með slíka skipan að leiðarljósi, að hvor flokkur um sig hefði kynjajafnvægi í ráðherrahópi sínum, og eiga Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð lof skilið fyrir að hafa haft kynjasjónarmið meðal þeirra sem úrslitum réðu við val á ráðherraefnum. Það sjónarmið heyrist oft að einu gildi af hvoru kyni ráðherra sé svo framarlega sem hann standi sig í stykkinu. Rétt er að lykilatriði er að ráðherra sé starfi sínu vaxinn og gegni embættinu af trúmennsku. Mikilvægi þess að sjónarmið beggja kynja séu uppi þar sem ákvarðanir sem geta skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar eru teknar má þó aldrei vanmeta. Fram undan er skipan á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Óskandi er að íslenskir stjórnmálaflokkar og hreyfingar sem kunna að bjóða fram hafi þroska til að skipa á lista sína með sama hætti og Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa skipað í embætti ráðherra. Þá er ekki bara átt við að kynjahlutfall sé jafnt á listunum heldur að það sé sem jafnast í hópi þeirra sem leiða listana og skipa næstu sæti þar á eftir. Niðurstöður síðustu alþingiskosninga voru þeim sem láta sig jafnrétti kynjanna varða nokkurt áfall vegna þess að þær skiluðu lakara hlutfalla kvenna inn á þing en kosningarnar þar á undan. Áberandi var þó hversu algengt var að kona skipaði þá sæti fyrsta varaþingmanns. Kynjahlutfallið á þingi hefur enda jafnast nokkuð eftir að þynnast tók í röðunum og þingmönnum neðar af listum fjölgaði. Íslendingar af báðum kynjum hljóta að gera þá kröfu til þeirra flokka og stjórnmálaafla sem fram bjóða að óháð því hvaða listi sé kosinn séu allar líkur með því að kynjahlutfall á næsta þingi verði sem næst því að vera jafnt. Þjóðin hefur alltaf verið stolt af því að hafa fyrst þjóða kosið konu í embætti forseta. Nú getur hún einnig verið stolt af því að kona er orðin forsætisráðherra í fyrsta sinn og að jafnvægi sé milli kynja í ríkisstjórn. Vonandi getur þjóðin svo orðið stolt af því eftir næstu kosningar að hafa átt þess kost að kjósa til þings jafnmargar konur og karla. Hvað sem öðru líður gefur ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrirheit um það sem koma skal á 21. öldinni; þjóðfélag þar sem sjónarmið beggja kynja eru til jafns uppi á borðum við ákvarðanatöku. Þó ekki sé nema af þeirri ástæðu ber að fagna þessari nýju ríkisstjórn um leið og henni er óskað velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem bíða hennar á næstu mánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Sú ríkisstjórn sem tók við völdum á sunnudaginn markar að ýmsu leyti tímamót. Út frá kynjasjónarmiði er skipan hennar í það minnsta merkileg og með henni er brotið blað. Ekki aðeins situr kona á stóli forsætisráðherra í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem vitanlega er merkur áfangi. Hitt er einnig mikils um vert að ríkisstjórnin er skipuð konum og körlum að jöfnu. Lagt var upp með slíka skipan að leiðarljósi, að hvor flokkur um sig hefði kynjajafnvægi í ráðherrahópi sínum, og eiga Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð lof skilið fyrir að hafa haft kynjasjónarmið meðal þeirra sem úrslitum réðu við val á ráðherraefnum. Það sjónarmið heyrist oft að einu gildi af hvoru kyni ráðherra sé svo framarlega sem hann standi sig í stykkinu. Rétt er að lykilatriði er að ráðherra sé starfi sínu vaxinn og gegni embættinu af trúmennsku. Mikilvægi þess að sjónarmið beggja kynja séu uppi þar sem ákvarðanir sem geta skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar eru teknar má þó aldrei vanmeta. Fram undan er skipan á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Óskandi er að íslenskir stjórnmálaflokkar og hreyfingar sem kunna að bjóða fram hafi þroska til að skipa á lista sína með sama hætti og Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa skipað í embætti ráðherra. Þá er ekki bara átt við að kynjahlutfall sé jafnt á listunum heldur að það sé sem jafnast í hópi þeirra sem leiða listana og skipa næstu sæti þar á eftir. Niðurstöður síðustu alþingiskosninga voru þeim sem láta sig jafnrétti kynjanna varða nokkurt áfall vegna þess að þær skiluðu lakara hlutfalla kvenna inn á þing en kosningarnar þar á undan. Áberandi var þó hversu algengt var að kona skipaði þá sæti fyrsta varaþingmanns. Kynjahlutfallið á þingi hefur enda jafnast nokkuð eftir að þynnast tók í röðunum og þingmönnum neðar af listum fjölgaði. Íslendingar af báðum kynjum hljóta að gera þá kröfu til þeirra flokka og stjórnmálaafla sem fram bjóða að óháð því hvaða listi sé kosinn séu allar líkur með því að kynjahlutfall á næsta þingi verði sem næst því að vera jafnt. Þjóðin hefur alltaf verið stolt af því að hafa fyrst þjóða kosið konu í embætti forseta. Nú getur hún einnig verið stolt af því að kona er orðin forsætisráðherra í fyrsta sinn og að jafnvægi sé milli kynja í ríkisstjórn. Vonandi getur þjóðin svo orðið stolt af því eftir næstu kosningar að hafa átt þess kost að kjósa til þings jafnmargar konur og karla. Hvað sem öðru líður gefur ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrirheit um það sem koma skal á 21. öldinni; þjóðfélag þar sem sjónarmið beggja kynja eru til jafns uppi á borðum við ákvarðanatöku. Þó ekki sé nema af þeirri ástæðu ber að fagna þessari nýju ríkisstjórn um leið og henni er óskað velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem bíða hennar á næstu mánuðum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun