Woods: Heiðarleiki og íþróttamennska skilja golfið frá öðrum íþróttum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 6. júní 2009 15:45 Virðing er Woods mikilvæg. Hér er hann á leik Lakers og Orlando á fimmtudaginn. Nordicphotos/GettyImages Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira