Golf

Birgir Leifur bætti sig um átta högg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Nordic Photos / Getty Images

Góðar líkur eru á því að Birgir Leifur Hafþórsson komist í gegnum niðurskurðinn á móti í Frakklandi eftir góðan hring í dag.

Birgir Leifur lék á 68 höggum í dag og bætti sig þar með um átta högg frá því í gær. Hann er sem stendur í 49.-62. sæti á tveimur höggum samtals yfir pari.

Fjölmargir kylfingar eiga þó enn eftir að klára í dag og þarf hann því að bíða til að sjá hvort hann komist í gegnum niðurskurðinn. Sem stendur komast allir þeir sem eru á þremur höggum yfir pari í mesta lagi.

Miðað við núverandi stöðu náði Birgir Leifur að lyfta sér upp um 72 sæti frá því í gær.

Hann náði þeim frábæra árangri að fá örn á níundu holu sem er 457 metra löng og par 5. Hann fékk þar að aujki þrjá fugla en tvo skolla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×