Iðrun og yfirbót 28. mars 2009 00:01 Það er gott og blessað að biðjast afsökunar. Þegar manni hefur orðið það á að skaða einhvern eða meiða af gáleysi hlýtur það að vera forsenda þess að um heilt geti gróið á ný. Aftur á móti er algerlega ófullnægjandi að láta þar við sitja. Iðrun er góðra gjalda verð, en aðeins ef yfirbót fylgir í kjölfarið. Ef einhver myndi ræna mig eða skemma eitthvað fyrir mér þætti mér vissulega ágætt að fá afsökunarbeiðni þegar og ef hann sæi að sér. En afsökunarbeiðnin ein og sér myndi ekki gera neitt fyrir mig nema hvað ég fengi það kannski á tifinninguna að viðkomandi væri þess albúinn að bæta fyrir brot sitt og mér liði eilítið betur. Þegar á liði og yfirbótin léti á sér standa væri hins vegar sennilegt að mér þætti þessi afsökunarbeiðni einber hræsni og tilgerð, siðferðileg sjálfsfróun til að auðvelda honum, ekki mér, að lifa með því sem hann gerði mér. Ef við þetta bættist að viðkomandi sæi fram á dóm fyrir það sem hann gerði mér, dóm sem fyrirgefning mín og vitnisburður um einlæga eftirsjá hans gæti mildað, kynni jafnvel að læðast að mér sá grunur að hugur fylgdi ekki máli. Þá þætti mér líklega einsýnt að afsökunarbeiðnin hefði þjónað þeim tilgangi einum að hjálpa honum að sleppa við afleiðingar gjörða sinna, ekki að bæta mér neinn skaða. Sumt tjón verður aldrei að fullu bætt. Þó er hægt að fyrirgefa þeim sem veldur því ef maður sér einlæga viðleitni til að bæta ráð sitt hjá viðkomandi, að orð hans og hegðun bendi til þess að hann hafi séð að sér, lært af mistökum sínum og muni ekki endurtaka þau. Þá gæti yfirbótin einfaldlega falist í því að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og taka þeim, undanbragða- og bætiflákalaust. Nú þegar loksins hefur borist einhver vísir að afsökunarbeiðni frá Sjálfstæðisflokknum, hálfu ári eftir að vitfirrt fjármálastjórn hans lagði íslenskt efnahagslíf í eyði, en kortéri fyrir kosningar, er kannski við hæfi að þjóðin hafi þetta í huga. Hvernig iðrun er lýst með því að ekkert hafi verið við stefnuna að athuga, vandamálið hafi verið einstaklingarnir sem framfylgdu henni? Er þá ekki eini lærdómurinn sem dreginn hefur verið af mistökunum sá að skipta þurfi um fólk, ekki stefnu eða stíl? Hefur slíkur flokkur bætt ráð sitt? Hvar er yfirbótin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Það er gott og blessað að biðjast afsökunar. Þegar manni hefur orðið það á að skaða einhvern eða meiða af gáleysi hlýtur það að vera forsenda þess að um heilt geti gróið á ný. Aftur á móti er algerlega ófullnægjandi að láta þar við sitja. Iðrun er góðra gjalda verð, en aðeins ef yfirbót fylgir í kjölfarið. Ef einhver myndi ræna mig eða skemma eitthvað fyrir mér þætti mér vissulega ágætt að fá afsökunarbeiðni þegar og ef hann sæi að sér. En afsökunarbeiðnin ein og sér myndi ekki gera neitt fyrir mig nema hvað ég fengi það kannski á tifinninguna að viðkomandi væri þess albúinn að bæta fyrir brot sitt og mér liði eilítið betur. Þegar á liði og yfirbótin léti á sér standa væri hins vegar sennilegt að mér þætti þessi afsökunarbeiðni einber hræsni og tilgerð, siðferðileg sjálfsfróun til að auðvelda honum, ekki mér, að lifa með því sem hann gerði mér. Ef við þetta bættist að viðkomandi sæi fram á dóm fyrir það sem hann gerði mér, dóm sem fyrirgefning mín og vitnisburður um einlæga eftirsjá hans gæti mildað, kynni jafnvel að læðast að mér sá grunur að hugur fylgdi ekki máli. Þá þætti mér líklega einsýnt að afsökunarbeiðnin hefði þjónað þeim tilgangi einum að hjálpa honum að sleppa við afleiðingar gjörða sinna, ekki að bæta mér neinn skaða. Sumt tjón verður aldrei að fullu bætt. Þó er hægt að fyrirgefa þeim sem veldur því ef maður sér einlæga viðleitni til að bæta ráð sitt hjá viðkomandi, að orð hans og hegðun bendi til þess að hann hafi séð að sér, lært af mistökum sínum og muni ekki endurtaka þau. Þá gæti yfirbótin einfaldlega falist í því að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og taka þeim, undanbragða- og bætiflákalaust. Nú þegar loksins hefur borist einhver vísir að afsökunarbeiðni frá Sjálfstæðisflokknum, hálfu ári eftir að vitfirrt fjármálastjórn hans lagði íslenskt efnahagslíf í eyði, en kortéri fyrir kosningar, er kannski við hæfi að þjóðin hafi þetta í huga. Hvernig iðrun er lýst með því að ekkert hafi verið við stefnuna að athuga, vandamálið hafi verið einstaklingarnir sem framfylgdu henni? Er þá ekki eini lærdómurinn sem dreginn hefur verið af mistökunum sá að skipta þurfi um fólk, ekki stefnu eða stíl? Hefur slíkur flokkur bætt ráð sitt? Hvar er yfirbótin?
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun