Áherslur dómara í Pepsi-deild karla í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2009 15:45 Jóhannes Valgeirsson og aðrir dómarar eiga að taka hart á mótmælum og leikararskap. Mynd/Stefán Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar hitti þjálfarana í Pepsi-deild karla í gær og fór yfir áhersluatriðin. Hér fyrir neðan má sjá lista sem lagður var fram á fundinum en hann má finna á heimasíðu Grindvíkinga. Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina. Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna á morgun og fyrsta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram á sunnudag og mánudag. Dómrarar eru meðal annars hvattir til að sýna hugrekki við að dæma á peysutog og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Dómarar eiga einnig að spjalda umsvifalaust ef leikmenn hópast að þeim, stela sentimetrum í varnarvegg eða reyna að plata dómara með leikaraskap. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir áhersluatriði dómaranefndar sumarið 2009. - Sá leikmaður sem á einhvern hátt er talinn skaða í mynd knattspyrnunnar, innan vallar eða utan getur átt von á því að hljóta fyrir það fjársektir og leikbönn án þess að fá fyrir það aðvaranir eða áminningar áður. Þarna er átt við hverja þá ósæmilegu framkomu sem getur svert ímynd íþróttarinnar. - Ef leikmaður er staddur utan vallar og hefur endað þar án leyfis dómara, er hann talinn vera inni á vellinum, þar til bolti fer næst úr leik. Leikmaður getur þess vegna til dæmis ekki komist upp með að fara út af vellinum til að forðast að vera dæmdur rangstæður. - Þjálfara er leyfilegt að vera eins lengi og hann vill fremst á sínu umráðasvæði (boðvangi), svo lengi sem hann er þar af ábyrgð og er að stjórna sínu liði , en ekki til dæmis að tjá sig um dómgæslu. Aðrir forráðamenn eða varamenn sem eru á varamannabekk og skráðir á leikskýrslu mega engin afskipti hafa af framkvæmd leiksins og eiga að halda sig á bekknum. Aðeins þjálfari fær einhverjar undantekningar frá því að vera á eða við bekkinn. - Dómurum er lagt til að taka sérstaklega harðlega á því ef leikmaður heldur öðrum, togar í hann eða hrindir og á þetta sérstaklega við í föstum leikatriðum. Dómarar eru hvattir til að sýna hugrekki hvað það varðar að taka fast á þessu og dæma umsvifalaust aukaspyrnu á slíkt, eða vítaspyrnu ef brotið er innan teigs og yfirleitt er einnig um áminningu að ræða. - Ef leikmenn úr báðum liðum hópast að dómara eða ef margir leikmenn úr báðum liðum hópast saman til að rífast um atvik í leiknum er dómurum nú skylt að bóka að minnsta kosti einn leikmann úr hvoru liði. Ef leikmaður leggur á sig langa leið til að skipta sér af slíkum uppákomum má hann eiga von á því að verða bókaður, hugsanlega einnig þó hann telji sig vera að reyna að stilla til friðar. - Dómarar eiga að taka hart á öllum leikbrotum er varða föst leikatriði eins og til dæmis aukaspyrnur. Til dæmis á umsvifalaust að bóka leikmann í varnarvegg ef hann reynir að "stela sentimetrum" og færa sig nær boltanum, eða fer of snemma úr veggnum í "árás". Þá skal einnig bóka þann leikmann sem tekur aukaspyrnu fljótt, EF dómari hefur klárlega gefið honum merki um að hann eigi að bíða með spyrnuna þar til hann hefur flautað til merkis um að hún skuli tekin. - Ef leikmaður kemur að einhverju leyti í veg fyrir "vænlega sókn" andstæðinganna með því að brjóta af sér, þá ber dómara að áminna hann, alveg sama hvar á leikvellinumbrotið er framið. - Fyrir alla uppgerð og leikaraskap (þar með talið að velta sér um völlinn, til að reyna að telja dómara trú um að meiðsli séu alvarlegri en þau eru) skal dómari refsa með gulu spjaldi. - Allt sem gæti flokkast undir það að reyna að koma "fellow professional" (þó hann sé í öðru liði) í vandræði (til dæmis reyna að fá á hann gult spjald með einhverjum hætti, eða biðja um spjald á hann), skal refsað fyrir með áminningu. - Dómara ber að refsa leikmanni fyrir alla þá hegðun og það látbragð sem talið er að geti dregið úr virðingu fyrir störfum eða persónu dómarans, með áminningu. - Dómurum ber að beita hagnaðarreglu eftir fremsta megni, en þó er þeim bent á að hafa það í huga að oft getur falist meiri hagnaður í því fyrir lið að fá aukaspyrnu en að leik skuli haldið áfram. - Ef bolti fer í hönd leikmanns ber dómara að meta það sjálfur hvort um hreyfingu handar í átt að knetti er að ræða eða öfugt. Einnig skal hann meta fjarlægð milli leikmanns og knattar, er knöttur fer af stað og hvort um algjört óviljaverk er að ræða í því sambandi. Þá skal hann einnig hafa í huga hvort um "náttúrulega stöðu" handar er að ræða, eða hvort leikmaðurinn "setur" höndina í boltann eða "gerir sig breiðan" í þeim tilgangi að verja til dæmis mark sitt. - Leikmaður telst rangstæður ef hann hefur hagnað af stöðu sinni, eða truflandi áhrif á varnarmann eða markvörð, hvort sem hann kemur við boltann eða ekki. Til að leikmaður sé dæmdur rangstæður, þarf sendingin á hann að vera fram á við. Leikmaður sem er samsíða varnarmanni, er ekki rangstæður og hendur hans einar sér fyrir innan gera hann ekki rangstæðan. Allir aðrir líkamshlutar fyrir innan vörnina gera hann hins vegar rangstæðan. Leikmaður getur verið rangstæður þegar samherji (órangstæður) fær boltann en um leið og sá fær boltann og hinn fer úr rangstöðu, fyrnist fyrra brotið og ber ekki að refsa fyrir það, þó hann hafi forskot vegna fyrri rangstöðu. Aðstoðardómurum er lagt til að flagga alls ekki rangstöðu of snemma, heldur hafa flaggið þungt og sjá hver það er sem snertir boltann, eftir sendinguna. Ekki er hægt að vera rangstæður eftir markspyrnu. Ef bolti "hrekkur af" mótherja (varnarmanni) inn fyrir vörnina á sóknarmann í rangstöðu, skal sóknarmaður dæmdur rangstæður. Íslenski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar hitti þjálfarana í Pepsi-deild karla í gær og fór yfir áhersluatriðin. Hér fyrir neðan má sjá lista sem lagður var fram á fundinum en hann má finna á heimasíðu Grindvíkinga. Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina. Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna á morgun og fyrsta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram á sunnudag og mánudag. Dómrarar eru meðal annars hvattir til að sýna hugrekki við að dæma á peysutog og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Dómarar eiga einnig að spjalda umsvifalaust ef leikmenn hópast að þeim, stela sentimetrum í varnarvegg eða reyna að plata dómara með leikaraskap. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir áhersluatriði dómaranefndar sumarið 2009. - Sá leikmaður sem á einhvern hátt er talinn skaða í mynd knattspyrnunnar, innan vallar eða utan getur átt von á því að hljóta fyrir það fjársektir og leikbönn án þess að fá fyrir það aðvaranir eða áminningar áður. Þarna er átt við hverja þá ósæmilegu framkomu sem getur svert ímynd íþróttarinnar. - Ef leikmaður er staddur utan vallar og hefur endað þar án leyfis dómara, er hann talinn vera inni á vellinum, þar til bolti fer næst úr leik. Leikmaður getur þess vegna til dæmis ekki komist upp með að fara út af vellinum til að forðast að vera dæmdur rangstæður. - Þjálfara er leyfilegt að vera eins lengi og hann vill fremst á sínu umráðasvæði (boðvangi), svo lengi sem hann er þar af ábyrgð og er að stjórna sínu liði , en ekki til dæmis að tjá sig um dómgæslu. Aðrir forráðamenn eða varamenn sem eru á varamannabekk og skráðir á leikskýrslu mega engin afskipti hafa af framkvæmd leiksins og eiga að halda sig á bekknum. Aðeins þjálfari fær einhverjar undantekningar frá því að vera á eða við bekkinn. - Dómurum er lagt til að taka sérstaklega harðlega á því ef leikmaður heldur öðrum, togar í hann eða hrindir og á þetta sérstaklega við í föstum leikatriðum. Dómarar eru hvattir til að sýna hugrekki hvað það varðar að taka fast á þessu og dæma umsvifalaust aukaspyrnu á slíkt, eða vítaspyrnu ef brotið er innan teigs og yfirleitt er einnig um áminningu að ræða. - Ef leikmenn úr báðum liðum hópast að dómara eða ef margir leikmenn úr báðum liðum hópast saman til að rífast um atvik í leiknum er dómurum nú skylt að bóka að minnsta kosti einn leikmann úr hvoru liði. Ef leikmaður leggur á sig langa leið til að skipta sér af slíkum uppákomum má hann eiga von á því að verða bókaður, hugsanlega einnig þó hann telji sig vera að reyna að stilla til friðar. - Dómarar eiga að taka hart á öllum leikbrotum er varða föst leikatriði eins og til dæmis aukaspyrnur. Til dæmis á umsvifalaust að bóka leikmann í varnarvegg ef hann reynir að "stela sentimetrum" og færa sig nær boltanum, eða fer of snemma úr veggnum í "árás". Þá skal einnig bóka þann leikmann sem tekur aukaspyrnu fljótt, EF dómari hefur klárlega gefið honum merki um að hann eigi að bíða með spyrnuna þar til hann hefur flautað til merkis um að hún skuli tekin. - Ef leikmaður kemur að einhverju leyti í veg fyrir "vænlega sókn" andstæðinganna með því að brjóta af sér, þá ber dómara að áminna hann, alveg sama hvar á leikvellinumbrotið er framið. - Fyrir alla uppgerð og leikaraskap (þar með talið að velta sér um völlinn, til að reyna að telja dómara trú um að meiðsli séu alvarlegri en þau eru) skal dómari refsa með gulu spjaldi. - Allt sem gæti flokkast undir það að reyna að koma "fellow professional" (þó hann sé í öðru liði) í vandræði (til dæmis reyna að fá á hann gult spjald með einhverjum hætti, eða biðja um spjald á hann), skal refsað fyrir með áminningu. - Dómara ber að refsa leikmanni fyrir alla þá hegðun og það látbragð sem talið er að geti dregið úr virðingu fyrir störfum eða persónu dómarans, með áminningu. - Dómurum ber að beita hagnaðarreglu eftir fremsta megni, en þó er þeim bent á að hafa það í huga að oft getur falist meiri hagnaður í því fyrir lið að fá aukaspyrnu en að leik skuli haldið áfram. - Ef bolti fer í hönd leikmanns ber dómara að meta það sjálfur hvort um hreyfingu handar í átt að knetti er að ræða eða öfugt. Einnig skal hann meta fjarlægð milli leikmanns og knattar, er knöttur fer af stað og hvort um algjört óviljaverk er að ræða í því sambandi. Þá skal hann einnig hafa í huga hvort um "náttúrulega stöðu" handar er að ræða, eða hvort leikmaðurinn "setur" höndina í boltann eða "gerir sig breiðan" í þeim tilgangi að verja til dæmis mark sitt. - Leikmaður telst rangstæður ef hann hefur hagnað af stöðu sinni, eða truflandi áhrif á varnarmann eða markvörð, hvort sem hann kemur við boltann eða ekki. Til að leikmaður sé dæmdur rangstæður, þarf sendingin á hann að vera fram á við. Leikmaður sem er samsíða varnarmanni, er ekki rangstæður og hendur hans einar sér fyrir innan gera hann ekki rangstæðan. Allir aðrir líkamshlutar fyrir innan vörnina gera hann hins vegar rangstæðan. Leikmaður getur verið rangstæður þegar samherji (órangstæður) fær boltann en um leið og sá fær boltann og hinn fer úr rangstöðu, fyrnist fyrra brotið og ber ekki að refsa fyrir það, þó hann hafi forskot vegna fyrri rangstöðu. Aðstoðardómurum er lagt til að flagga alls ekki rangstöðu of snemma, heldur hafa flaggið þungt og sjá hver það er sem snertir boltann, eftir sendinguna. Ekki er hægt að vera rangstæður eftir markspyrnu. Ef bolti "hrekkur af" mótherja (varnarmanni) inn fyrir vörnina á sóknarmann í rangstöðu, skal sóknarmaður dæmdur rangstæður.
Íslenski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira