Plötusala dregst enn saman 7. janúar 2009 05:00 Átti vinsælasta lagið í Bretlandi Alexandra Burke átti jólasmellinn í ár, „Hallelujah“ eftir Leonard Cohen. Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira