Fyrstu umferð í Bikarnum, nýrri keppni sem byggð er upp svipuð og Ryder-bikarinn, lauk í dag á Urriðavelli. Þar mætast kylfingar frá landsbyggðinni kylfingum af Höfuðborgarsvæðinu.
Landsbyggðin vann alla sex leikina í fyrri umferðinni þegar leikinn var svokallaður betri bolti, en Höfuðborgarliðið tók sig á í fjórmenningnum eftir hádegið.
Þá unnu þeir helming viðureignanna en staðan er þá 9-3 fyrir lokaumferðina á morgun.
Þá fara fram tólf viðureignir þar sem allir leikmenn spila þegar þeir leika tvímenning.
Miklir yfirburðir landsbyggðarinnar
