Íslenski boltinn

Davíð Þór: Vorum á hælunum nánast allan leikinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson. Mynd/Daníel

Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hjá FH var hundóánægður með frammistöðu FH eftir 0-4 tapið gegn FK Aktobe í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli í kvöld.

„Við mættum bara ekki tilbúnir í þennan leik. Það er ekkert flóknara en það. Við vorum á hælunum nánast allan leikinn fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar og það var eins og við áttuðum okkur ekki á að við værum að spila Evrópuleik," segir Davíð Þór vonsvikinn.

Davíð Þór segir að FH-ingar hafi ekki lagt upp með að vera eitthvað varnarsinnaðri en vanalega þó svo að það hafi ef til vill litið þannig út á köflum í leiknum.

„Við ætluðum þannig séð bara að spila okkar leik, kannski með aðeins öðruvísi áherslum. Við fylgdum því sem lagt var upp með bara ekki nógu vel eftir. Við ætluðum alveg að pressa þá en þegar við reyndum það þá spiluðu þeir bara í gegnum okkur. Þó svo að þetta FK Aktobe lið sé fínt lið þá eru þeir ekki jafn frábærir og við létum þá líta út fyrir að vera," segir Davíð Þór í leikslok í kvöld.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×