Fótbolti

Uppselt á Laugardalsvöllinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stuðningsmenn Reynis fyrir leikinn gegn Hollandi ytra. Þeir verða vafalítið á vellinum í kvöld.
Stuðningsmenn Reynis fyrir leikinn gegn Hollandi ytra. Þeir verða vafalítið á vellinum í kvöld.
Uppselt er á Laugardalsvöllinn í kvöld þar sem Ísland mætir stórliði Hollands í undankeppni HM 2010. Um 10 þúsund manns verða á vellinum.

KSÍ hefur hvatt stuðningsmenn til að mæta tímanlega en opnað verður á völlinn klukkan 17.30. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45.

Boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir leikinn, lúðrasveitin Svanur mun marsera í kringum völlinn á meðan þeir þeyta lúðra sína og skylmingamenn og konur sýna mögnuð bardagaatriði.

Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta bláir til leiks og styðja Ísland áfram.

Leikurinn verður sýndur beint í Sjónvarpinu fyrir þá sem nældu sér ekki í miða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×