Íslenski boltinn

Fjórir íslenskir fulltrúar í nefndum UEFA - Geir í dómaranefnd UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í dómaranefnd UEFA.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í dómaranefnd UEFA. Mynd/E.Stefán

Framkvæmdastjórn UEFA kom saman í byrjun þessa mánaðar og skipaði í nefndir á vegum sambandsins og eru fjórir Íslendingar nú í nefndum Knattspyrnusambandsins Evrópu.

Það vekur mesta athygli að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er annar varaformaður dómaranefndar UEFA.

Aðrir í nefndum UEFA eru Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ (Nefnd um kvennaknattspyrnu), Lúðvík Georgsson, stjórnarmaður KSÍ (Leyfisnefnd) og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ (Fjölmiðlanefnd).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×