Golf

Cabrera og Perry í forystu fyrir lokadaginn á Masters

Tiger Woods lenti í tómu basli á annari brautinni í dag eins og sjá má á myndinni
Tiger Woods lenti í tómu basli á annari brautinni í dag eins og sjá má á myndinni AFP

Angel Cabrera frá Argentínu og Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hafa forystu fyrir lokahringinn á Masters mótinu í golfi eftir keppni dagsins.

Cabrera lék á 69 höggum í dag eða þremur undir pari og Perry lék á tveimur undir. Þeir eru samtals á ellefu höggum undir pari á mótinu.

Chad Campbell er þriðji á níu höggum undir pari, en honum gekk illa á síðustu holunum og varð að sætta sig við að leika hringinn í dag á pari.

Jim Furyk og Steve Stricker léku á 68 höggum í dag og komust í hóp efstu manna, léku báðir á fjórum undir í dag.

Sean O'Hair og Ian Poulter gekk vel í dag og eru þeir í tíunda sæti á fjórum undir pari ásamt mönnum eins og Tiger Woods, sem var á tveimur undir í dag, og Phil Mickelson sem var á einu undir.



Anthony Kim sem náði ekki að fylgja eftir ótrúlegum hring sínum frá í gær og var á sléttu pari í dag.

Stöð 2 Sport fylgist áfram með mótinu í beinni útsendingu á morgun.

Staðan á Masters mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×