Íslenski boltinn

Íslensk knattspyrna 1984 gefin út að nýju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víðir Sigurðsson með eina af bókum sínum.
Víðir Sigurðsson með eina af bókum sínum.

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið bókina Íslensk knattspyrna 1984 eftir Víði Sigurðsson út að nýju vegna mikilla eftirspurna undanfarin ár.

Bókin hefur verið uppseld og nánast ófáanleg um árabil en fjölmargir hafa spurst fyrir um hana hjá höfundi og útgefanda, þar sem hana hefur víða vantað í safnið.

Þetta er fjórða bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981 og var sú fyrsta sem seldist upp á sínum tíma. Elstu bækurnar eru líka uppseldar og mögulegt er að þær verði einnig gefnar út að nýju síðar meir.

Bókin er nú fáanleg hjá útgefanda, Bókaútgáfunni Tindi, netfang tindur@tindur.is, sími 660-4753. Verð er 4.990 kr., sendingarkostnaður innifalinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×