Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna 21. janúar 2009 11:26 Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira