Þjóðarsál í stórum heimi Þorsteinn Pálsson skrifar 8. ágúst 2009 06:00 Að því gefnu að þjóðir hafi eitthvað sem kalla má sál sýnist þjóðarsál Íslendinga oft og tíðum vera í meira lagi reikul í rásinni. Þegar Íslendingar að mati þjóðhöfðingja síns flugu hærra og sáu lengra fram en aðrar þjóðir skynjaði þessi sál ekki dáðlausari þjóð í viðskiptum en Dani, ekki nískara fólk en Norðmenn og ekki svifaseinni menn en Breta. Þessar tilfinningar notuðu menn til að halda því að fólki að slík yfirburðaþjóð gæti aðeins tapað á því að bindast félagsskap þeirra sem næst henni standa. Nú eru þessar þjóðir óvinir. Þær beita áhrifum sínum í alþjóðasamfélaginu til að knésetja vængbrotna þjóðarsál við ysta haf. Það hugarástand er nýtt til þess að telja fólki trú um að stolt Íslendinga sé meira en svo að þeir geti gengið í félagsskap með kúgurum sínum sem svo eru kallaðir. Það er ýmist í ökkla eða eyra. Æskilegt væri að meiri rækt yrði lögð við undirstöður utanríkisstefnunnar og ekki síður festu í allri meðferð þeirra mála. Ríkari áherslu þarf að leggja á utanríkispólitískar rannsóknir. Miklu skiptir aukheldur að byggja upp breiðari samstöðu um þessi efni en verið hefur um skeið. Stærri þjóðir en við telja það nauðsynlegt til að styrkja stöðu sína. Íslendingar þurfa rétt eins og aðrir utanríkispólitíska festu. Fyrstu alvarlegu utanríkispólitísku mistökin sem Íslendingar gerðu eftir lýðveldisstofnun voru samningarnir við Bandaríkin um varnarviðbúnað í ljósi nýrrar stöðu eftir lok kalda stríðsins. Rangt stöðumat leiddi til þess að þráður slitnaði í samskiptum við þá þjóð sem tekið hafði að sér varnir landsins í hálfa öld. Pólitísk staða Íslands veiktist fyrir vikið umfram það sem leiddi af breyttum aðstæðum. Af þessum mistökum má draga lærdóma.Andóf stjórnarþingmannaÞað hefði verið rangt stöðumat að semja ekki um Icesave-málið eins og fyrri ríkisstjórn lagði línur um. En það voru á hinn bóginn afdrifarík mistök í vor sem leið þegar forsætisráðherra mat þá að ekki væri tilefni til að færa pólitísk álitamál í þeim samningum upp á borð forsætisráðherra landanna sem hlut eiga að máli.Óumdeilt er að fjármálaráðherrann hefur haldið á málinu af ábyrgð og festu af sinni hálfu. En með því að ekki var reynt til þrautar af mesta mögulega þunga situr fjármálaráðherrann uppi með andóf og tafaleiki ráðherra og þingmanna í eigin flokki.Nú er rætt um að samþykkja ríkisábyrgðina með fyrirvörum. Aðferðafræðin við það skiptir máli. Hafi menn í huga að lýsa fyrirvörum í nefndaráliti hafa þeir ekkert gildi, hvorki að íslenskum lögum né gagnvart viðsemjendunum. Slíkt ráð gæti þó haft sálfræðilega þýðingu fyrir andófsmenn í þingliði stjórnarinnar sem komast ekki hjá því að lokum að axla ábyrgð í samræmi við þær skyldur sem þeir undirgengust með myndun ríkisstjórnarinnar.Komi fyrirvararnir fram sem breyting á lagafrumvarpinu fer um áhrif þeirra eftir efninu. Rúmist þeir innan samningsins breyta þeir engu. Staða Íslands veikist hvorki né styrkist við það. Gangi þeir lengra er komin upp ný staða gagnvart viðsemjendunum sem þeir eru ekki bundnir af.Slík niðurstaða getur miðað að efnislega skynsamlegri niðurstöðu í samningagerðinni. Á hinn bóginn er ekki mikill sómi að því að standa að samningum við aðrar þjóðir með slíkum hætti.Rétt málsmeðferðGeti Alþingi ekki fallist á samningana óbreytta á það að réttu lagi að fela ríkisstjórninni að taka málið upp til nýrrar umfjöllunar. Eftir stjórnarskránni er það hún sem gerir samninga við önnur ríki. Alþingi þarf í sumum tilvikum að staðfesta þá en öðrum ekki. Í þessu falli kemur einungis ríkisábyrgð á skuldbindingum samningsins til kasta Alþingis.Meðferð samningamála af þessu tagi hefur verulega þýðingu fyrir álit landsins og stöðu. Sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki haft vald á málinu og ekki notið ótvíræðs stuðnings meirihluta Alþingis hefur valdið tvenns konar skaða.Fyrst er á það að líta að töfin og óvissan hefur valdið verulegu efnahagslegu tjóni. Hún hefur seinkað endurreisn efnahagsstarfseminnar. Hver dagur er dýr í þeim efnum.Í annan stað ber málsmeðferðin út á við merki um reikult stjórnarfar. Það veikir stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu á sama tíma og þörfin fyrir að sýna festu og ávinna landinu traust hefur aldrei verið meiri.Vandinn í stöðunni eins og málum er komið er sá að tíminn hefur hlaupið frá mönnum í sumar. Þeir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna sem verið hafa í andófi áttu að réttu lagi að krefjast þess á fyrstu stigum að endanlega yrði gert út um málið á vettvangi forsætisráðherranna. Í stað þess hafa þeir eytt heilu sumri í að semja við sjálfa sig um lausn á milliríkjasamningi.Efnislegar breytingar á samningum við erlend ríki eru einfaldlega ekki ákveðnar með einhliða lagabreytingum. Þær eru gerðar við samningaborðið á vettvangi framkvæmdavaldshafa landanna. Í þingræðisskipulagi hefur ríkisstjórnin forystu bæði fyrir Alþingi og framkvæmdavaldinu. Framvinda málsins í þinginu er því á hennar ábyrgð.Málsmeðferðin öll á að taka mið af þeirri festu sem þarf að ríkja í samskiptum við aðrar þjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Að því gefnu að þjóðir hafi eitthvað sem kalla má sál sýnist þjóðarsál Íslendinga oft og tíðum vera í meira lagi reikul í rásinni. Þegar Íslendingar að mati þjóðhöfðingja síns flugu hærra og sáu lengra fram en aðrar þjóðir skynjaði þessi sál ekki dáðlausari þjóð í viðskiptum en Dani, ekki nískara fólk en Norðmenn og ekki svifaseinni menn en Breta. Þessar tilfinningar notuðu menn til að halda því að fólki að slík yfirburðaþjóð gæti aðeins tapað á því að bindast félagsskap þeirra sem næst henni standa. Nú eru þessar þjóðir óvinir. Þær beita áhrifum sínum í alþjóðasamfélaginu til að knésetja vængbrotna þjóðarsál við ysta haf. Það hugarástand er nýtt til þess að telja fólki trú um að stolt Íslendinga sé meira en svo að þeir geti gengið í félagsskap með kúgurum sínum sem svo eru kallaðir. Það er ýmist í ökkla eða eyra. Æskilegt væri að meiri rækt yrði lögð við undirstöður utanríkisstefnunnar og ekki síður festu í allri meðferð þeirra mála. Ríkari áherslu þarf að leggja á utanríkispólitískar rannsóknir. Miklu skiptir aukheldur að byggja upp breiðari samstöðu um þessi efni en verið hefur um skeið. Stærri þjóðir en við telja það nauðsynlegt til að styrkja stöðu sína. Íslendingar þurfa rétt eins og aðrir utanríkispólitíska festu. Fyrstu alvarlegu utanríkispólitísku mistökin sem Íslendingar gerðu eftir lýðveldisstofnun voru samningarnir við Bandaríkin um varnarviðbúnað í ljósi nýrrar stöðu eftir lok kalda stríðsins. Rangt stöðumat leiddi til þess að þráður slitnaði í samskiptum við þá þjóð sem tekið hafði að sér varnir landsins í hálfa öld. Pólitísk staða Íslands veiktist fyrir vikið umfram það sem leiddi af breyttum aðstæðum. Af þessum mistökum má draga lærdóma.Andóf stjórnarþingmannaÞað hefði verið rangt stöðumat að semja ekki um Icesave-málið eins og fyrri ríkisstjórn lagði línur um. En það voru á hinn bóginn afdrifarík mistök í vor sem leið þegar forsætisráðherra mat þá að ekki væri tilefni til að færa pólitísk álitamál í þeim samningum upp á borð forsætisráðherra landanna sem hlut eiga að máli.Óumdeilt er að fjármálaráðherrann hefur haldið á málinu af ábyrgð og festu af sinni hálfu. En með því að ekki var reynt til þrautar af mesta mögulega þunga situr fjármálaráðherrann uppi með andóf og tafaleiki ráðherra og þingmanna í eigin flokki.Nú er rætt um að samþykkja ríkisábyrgðina með fyrirvörum. Aðferðafræðin við það skiptir máli. Hafi menn í huga að lýsa fyrirvörum í nefndaráliti hafa þeir ekkert gildi, hvorki að íslenskum lögum né gagnvart viðsemjendunum. Slíkt ráð gæti þó haft sálfræðilega þýðingu fyrir andófsmenn í þingliði stjórnarinnar sem komast ekki hjá því að lokum að axla ábyrgð í samræmi við þær skyldur sem þeir undirgengust með myndun ríkisstjórnarinnar.Komi fyrirvararnir fram sem breyting á lagafrumvarpinu fer um áhrif þeirra eftir efninu. Rúmist þeir innan samningsins breyta þeir engu. Staða Íslands veikist hvorki né styrkist við það. Gangi þeir lengra er komin upp ný staða gagnvart viðsemjendunum sem þeir eru ekki bundnir af.Slík niðurstaða getur miðað að efnislega skynsamlegri niðurstöðu í samningagerðinni. Á hinn bóginn er ekki mikill sómi að því að standa að samningum við aðrar þjóðir með slíkum hætti.Rétt málsmeðferðGeti Alþingi ekki fallist á samningana óbreytta á það að réttu lagi að fela ríkisstjórninni að taka málið upp til nýrrar umfjöllunar. Eftir stjórnarskránni er það hún sem gerir samninga við önnur ríki. Alþingi þarf í sumum tilvikum að staðfesta þá en öðrum ekki. Í þessu falli kemur einungis ríkisábyrgð á skuldbindingum samningsins til kasta Alþingis.Meðferð samningamála af þessu tagi hefur verulega þýðingu fyrir álit landsins og stöðu. Sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki haft vald á málinu og ekki notið ótvíræðs stuðnings meirihluta Alþingis hefur valdið tvenns konar skaða.Fyrst er á það að líta að töfin og óvissan hefur valdið verulegu efnahagslegu tjóni. Hún hefur seinkað endurreisn efnahagsstarfseminnar. Hver dagur er dýr í þeim efnum.Í annan stað ber málsmeðferðin út á við merki um reikult stjórnarfar. Það veikir stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu á sama tíma og þörfin fyrir að sýna festu og ávinna landinu traust hefur aldrei verið meiri.Vandinn í stöðunni eins og málum er komið er sá að tíminn hefur hlaupið frá mönnum í sumar. Þeir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna sem verið hafa í andófi áttu að réttu lagi að krefjast þess á fyrstu stigum að endanlega yrði gert út um málið á vettvangi forsætisráðherranna. Í stað þess hafa þeir eytt heilu sumri í að semja við sjálfa sig um lausn á milliríkjasamningi.Efnislegar breytingar á samningum við erlend ríki eru einfaldlega ekki ákveðnar með einhliða lagabreytingum. Þær eru gerðar við samningaborðið á vettvangi framkvæmdavaldshafa landanna. Í þingræðisskipulagi hefur ríkisstjórnin forystu bæði fyrir Alþingi og framkvæmdavaldinu. Framvinda málsins í þinginu er því á hennar ábyrgð.Málsmeðferðin öll á að taka mið af þeirri festu sem þarf að ríkja í samskiptum við aðrar þjóðir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun