Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar valdi Þóru í markið gegn Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Björg Helgadóttir er í markinu á móti Englandi í kvöld.
Þóra Björg Helgadóttir er í markinu á móti Englandi í kvöld. Mynd/Stefán

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleikinn á móti Englandi í kvöld. Þar vekur athygli að Þóra Björg Helgadóttir er í markinu og að Blikinn Erna Björk Sigurðardóttir er í hægri bakverðinum.

Sigurður Ragnar fékk vandasamt verk að velja á milli markvarðanna Þóru Bjargar Helgadóttur og Guðbjargar Gunnarsdóttur sem báðar hafa spilað mjög vel með sínum liðum, Þóra með Kolbotn í Noregi og Guðbjörg með Djurgården í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem hann hefur getað valið á milli þeirra og varð Þóra fyrir valinu.

Sigurður Ragnar teflir fram sama byrjunarliði og í leiknum á móti Hollandi í Kórnum fyrir utan það að Dóra Stefánsdóttir, sem gat ekki spilað vegna meiðsla í þeim leik, kemur inn í liðið fyrir Erlu Steinu Arnardóttur.

Blikinn Erna Björk Sigurðardóttir heldur því sinni stöðu sem hægri bakvörður en Ásta Árnadóttir þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum.



Byrjunarlið Íslands á móti Englandi í kvöld

Leikaðferð: 4-5-1

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir

Hægri bakvörður: Erna Björk Sigurðardóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×