Tónlist

Karnival dýranna

Guðrún Ásmundsdóttir er sögumaður á barnatónleikum á laugardag.
Guðrún Ásmundsdóttir er sögumaður á barnatónleikum á laugardag.

Á laugardag kl. 13 verða barna- og fjölskyldutónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem flutt verður verkið Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saëns. Verkið er víðkunnugt, eins konar tónlistardýragarður þar sem leikari og hljóðfæraleikarar sameinast og skapa heim sem auðvelt er fyrir unga sem aldna að lifa sig inn í. Flytjendur á tónleikunum eru kennarar í Tónlistarskóla Kópavogs ásamt leikurunum Guðrúnu Ásmundsdóttur og Sigurþóri Heimissyni. Þetta er ellefu manna hljómsveit og í henni eru á ferðinni hænur og hanar, asnar og skjaldbökur, fíll og kengúrur og er þá ekki allt talið.

Hljómsveitin flytur fleiri verk, til dæmis Flug býflugunnar eftir N. Rimskí-Korsakov. Sérstakur kynnir á tónleikunum er Maxímús Músíkús.

Frá klukkan 12.30 verða fjöllistamenn frá Götuleikhúsinu og einnig tveir andlitsmálarar sem bjóða upp á ókeypis andlitsmálun. Börn eru beðin að koma klædd í grímubúninga á tónleikana ef þau geta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.