Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir eftir fyrsta keppnisdag í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Grafarholtsvelli.
Stefán Már lék fyrsta hringinn í gær á pari vallarins, eða 71 höggi.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ólafur Björn Loftsson og Heiðar Davíð Bragason fylgja honum þó fast eftir á 72 höggum hver.
Í kvöld að öðrum hring loknum verður fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skorin halda áfram.