Er hægt að læra af mistökum annarra? Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. mars 2009 07:00 Finnar gengu í gegn um djúpa efnahagskreppu í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og lentu líka í hruni fjármálakerfis síns. Landið stendur um margt sterkara á eftir, en leiðin í batann var þyrnum stráð. Þar var ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til stuðnings heimilum og fyrirtækjum, Finnar fóru í stjórnarskipti eftir hrunið og lentu í miklu og langvinnu atvinnuleysi sem enn er að baka þeim vandræði nærri tuttugu árum síðar. Hér virðumst við ófær um að læra af reynslu þeirra og virðumst ætla að stíga i sömu pollana á leiðinni til endurreisnarinnar. Með breyttum áherslum í atvinnumálum og framlögum til rannsókna og þróunar og með inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið er landið nú um margt í öfundsverðri stöðu. Svipaða sögu er að segja af Svíum sem lentu í bankakreppu á tíunda áratugnum en stigu kannski í heldur færri polla en Finnar. Í báðum löndum þurfti að reisa við hrunið bankakerfi. Því þarf ekki að undra þótt við gerum okkur vonir um að geta nýtt reynsluna sem til varð í á þessum árum. Í febrúarbyrjun var kynnt skýrsla sænska bankasérfræðingsins Mats Josefsson þar sem lögð var til „sænska leiðin" í að endurskipuleggja bankana, þar með að setja „erfiðar" eignir nýju bankanna yfir í sérstakt eignaumsýslufélag þar sem hægt væri að lágmarka afföll á lengri tíma, meðan nýju bankarnir fengju ráðrúm til að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og stuðningi við lífvænlegri fyrirtæki og almenning í landinu. Mánuði fyrr var Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hér á ferð og sagði okkur munu komast í gegn um kreppuna þótt það yrði erfitt. Hann sagði mikilvægt að grípa strax til viðeigani aðgerða, jafnvel þótt þær kynnu að verða óvinsælar. Því skýtur skökku við að þegar í nóvember skuli hafa legið fyrir mörg af þeim málum sem þegar þurfti að taka afstöðu til á vettvangi stjórnmálanna, svo sem um stofnun eignastýringarfyrirtækis og hluthafa- og eignarhaldsstefnu ríkisins. Þetta upplýsir Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins í viðtali við Markaðinn í dag, en hann lítur yfir farinn veg í tilefni af starfslokum hans hjá FME núna um mánaðamótin. Merkilegt er að heyra lýsingu Jónasar á því hvernig dró úr samstöðu þeirri og eindrægni sem einkennt hafi fyrsta áfanga björgunarstarfsins þegar kom fram í nóvembermánuð. Hann lýsir því hvernig stjórnmálamenn hafi leitað sökudólga til að beina athygli og óánægju frá sjálfum sér. „Umræðan varð mjög neikvæð, sem svo aftur hafði lamandi áhrif út í stjórnsýsluna og nýju bankana," segir hann og bendir réttilega á að ekki megi bíða lengur með aðgerðir. Blessunarlega eru vísbendinar um að verið sé að ýta úr vör einhverjum þeim verkefnum sem nauðsynleg eru, en blóðugt til þess að hugsa að þrír mánuðir kunni að hafa farið til spillis. Fólk og fyrirtæki sem í örvæntingu reynir að halda sér á floti í efnahagskreppunni hefur ekki efni á þriggja mánðaða bið. Tími er kominn til að horfast í augu við að kreppan er ekki séríslenskt fyrirbæri með séríslenskum sökudólgum. Við vorum veik fyrir í lok þenslutíma með ónýtan gjaldmiðil og ójafnvægi í stærð fjármálakerfis í hlutfalli við aðrar þjóðhagsstærðir þegar á brast með efnahagslegu fárviðri í heiminum sem á sér fáa sína líka. Nú þarf að byggja upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Finnar gengu í gegn um djúpa efnahagskreppu í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og lentu líka í hruni fjármálakerfis síns. Landið stendur um margt sterkara á eftir, en leiðin í batann var þyrnum stráð. Þar var ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til stuðnings heimilum og fyrirtækjum, Finnar fóru í stjórnarskipti eftir hrunið og lentu í miklu og langvinnu atvinnuleysi sem enn er að baka þeim vandræði nærri tuttugu árum síðar. Hér virðumst við ófær um að læra af reynslu þeirra og virðumst ætla að stíga i sömu pollana á leiðinni til endurreisnarinnar. Með breyttum áherslum í atvinnumálum og framlögum til rannsókna og þróunar og með inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið er landið nú um margt í öfundsverðri stöðu. Svipaða sögu er að segja af Svíum sem lentu í bankakreppu á tíunda áratugnum en stigu kannski í heldur færri polla en Finnar. Í báðum löndum þurfti að reisa við hrunið bankakerfi. Því þarf ekki að undra þótt við gerum okkur vonir um að geta nýtt reynsluna sem til varð í á þessum árum. Í febrúarbyrjun var kynnt skýrsla sænska bankasérfræðingsins Mats Josefsson þar sem lögð var til „sænska leiðin" í að endurskipuleggja bankana, þar með að setja „erfiðar" eignir nýju bankanna yfir í sérstakt eignaumsýslufélag þar sem hægt væri að lágmarka afföll á lengri tíma, meðan nýju bankarnir fengju ráðrúm til að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og stuðningi við lífvænlegri fyrirtæki og almenning í landinu. Mánuði fyrr var Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hér á ferð og sagði okkur munu komast í gegn um kreppuna þótt það yrði erfitt. Hann sagði mikilvægt að grípa strax til viðeigani aðgerða, jafnvel þótt þær kynnu að verða óvinsælar. Því skýtur skökku við að þegar í nóvember skuli hafa legið fyrir mörg af þeim málum sem þegar þurfti að taka afstöðu til á vettvangi stjórnmálanna, svo sem um stofnun eignastýringarfyrirtækis og hluthafa- og eignarhaldsstefnu ríkisins. Þetta upplýsir Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins í viðtali við Markaðinn í dag, en hann lítur yfir farinn veg í tilefni af starfslokum hans hjá FME núna um mánaðamótin. Merkilegt er að heyra lýsingu Jónasar á því hvernig dró úr samstöðu þeirri og eindrægni sem einkennt hafi fyrsta áfanga björgunarstarfsins þegar kom fram í nóvembermánuð. Hann lýsir því hvernig stjórnmálamenn hafi leitað sökudólga til að beina athygli og óánægju frá sjálfum sér. „Umræðan varð mjög neikvæð, sem svo aftur hafði lamandi áhrif út í stjórnsýsluna og nýju bankana," segir hann og bendir réttilega á að ekki megi bíða lengur með aðgerðir. Blessunarlega eru vísbendinar um að verið sé að ýta úr vör einhverjum þeim verkefnum sem nauðsynleg eru, en blóðugt til þess að hugsa að þrír mánuðir kunni að hafa farið til spillis. Fólk og fyrirtæki sem í örvæntingu reynir að halda sér á floti í efnahagskreppunni hefur ekki efni á þriggja mánðaða bið. Tími er kominn til að horfast í augu við að kreppan er ekki séríslenskt fyrirbæri með séríslenskum sökudólgum. Við vorum veik fyrir í lok þenslutíma með ónýtan gjaldmiðil og ójafnvægi í stærð fjármálakerfis í hlutfalli við aðrar þjóðhagsstærðir þegar á brast með efnahagslegu fárviðri í heiminum sem á sér fáa sína líka. Nú þarf að byggja upp.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun