Margt óvænt í ævisögu Vigdísar forseta 7. september 2009 06:30 páll valsson Páll er að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira