Misheppnuð mannfræðirannsókn 21. júlí 2009 00:01 Líkt og íbúarnir í Zújar, þar sem ég dvel nú á Suður-Spáni, hef ég tekið upp þann ljóta sið að leggja mig eftir miðdegisverðinn. Verður þó stundum minna úr síestunni en ætlað var þar sem hljóð nokkurt er kemur frá götunni heldur fyrir mér vöku. Hljóð þetta líkist helst braki í rúmi og er alltaf í ákveðnum takti. Gefur það til kynna að ákveðin athöfn sé í gangi. Slíkt vekur sífellt spennu og nokkra skemmtan jafnvel meðal siðmenntuðustu manna. Sjaldan gefst tækifæri til að fylgjast með slíku vestur á fjörðum þar sem svefnherbergi eru kyrfilega lokuð. Þar sem ég er nú með mannfræðimenntun fór ég ósjálfrátt að vinna úr þessum gögnum innra með mér sem bárust inn um gluggann. Niðurstöður þessarar mannfræðirannsóknar fóru svo að taka á sig ákveðna mynd. Hún var á þá leið að þorpsbúar kysu að njótast eftir miðdegisverð þegar hlýjast er í veðri. Þeir eru afskaplega taktfastir við bólfarirnar og einnig varir um sig því engar unaðsstunur berast út um gluggann; einungis brak í rúmunum sem eru örugglega ekki af nýjustu gerð. Í síðustu viku ákvað ég svo að sleppa síestunni en fara frekar í göngutúr um þorpið. Þegar ég er að ganga í götunni minni sé ég konu nokkra léttklædda á veröndinni hjá sér. Hún var lagleg mjög en nokkuð farin að reskjast. Hún býður mér góðan dag og tökum við svo létt spjall saman. Eins og gefur að skilja var mannfræðirannsókn mín þó ekki þar til umræðu. „Það er svo notalegt að sitja hérna í skugganum á veröndinni á þessum tíma dags,“ segir hún. Hún er greinilega mikill fagurkeri því hún var umvafinn blómum og plöntum á veröndinni. Síðan er það svo ágætt að viðra fuglana aðeins á þessum tíma,“ segir hún og bendir á nokkur fuglabúr sem hanga fyrir aftan hana. Í einu þeirra var stór og stæðilegur páfagaukur. Hljóðin sem upp úr honum komu voru afar furðuleg; þetta var hvorki tíst né kvak heldur var eins og að það brakaði í honum. Ég er ekkert að lýsa þessu hljóði nánar en mér varð dagsljóst þegar ég heyrði í þessu fuglakvikindi að mannfræðirannsóknin mín var alveg ónýt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Líkt og íbúarnir í Zújar, þar sem ég dvel nú á Suður-Spáni, hef ég tekið upp þann ljóta sið að leggja mig eftir miðdegisverðinn. Verður þó stundum minna úr síestunni en ætlað var þar sem hljóð nokkurt er kemur frá götunni heldur fyrir mér vöku. Hljóð þetta líkist helst braki í rúmi og er alltaf í ákveðnum takti. Gefur það til kynna að ákveðin athöfn sé í gangi. Slíkt vekur sífellt spennu og nokkra skemmtan jafnvel meðal siðmenntuðustu manna. Sjaldan gefst tækifæri til að fylgjast með slíku vestur á fjörðum þar sem svefnherbergi eru kyrfilega lokuð. Þar sem ég er nú með mannfræðimenntun fór ég ósjálfrátt að vinna úr þessum gögnum innra með mér sem bárust inn um gluggann. Niðurstöður þessarar mannfræðirannsóknar fóru svo að taka á sig ákveðna mynd. Hún var á þá leið að þorpsbúar kysu að njótast eftir miðdegisverð þegar hlýjast er í veðri. Þeir eru afskaplega taktfastir við bólfarirnar og einnig varir um sig því engar unaðsstunur berast út um gluggann; einungis brak í rúmunum sem eru örugglega ekki af nýjustu gerð. Í síðustu viku ákvað ég svo að sleppa síestunni en fara frekar í göngutúr um þorpið. Þegar ég er að ganga í götunni minni sé ég konu nokkra léttklædda á veröndinni hjá sér. Hún var lagleg mjög en nokkuð farin að reskjast. Hún býður mér góðan dag og tökum við svo létt spjall saman. Eins og gefur að skilja var mannfræðirannsókn mín þó ekki þar til umræðu. „Það er svo notalegt að sitja hérna í skugganum á veröndinni á þessum tíma dags,“ segir hún. Hún er greinilega mikill fagurkeri því hún var umvafinn blómum og plöntum á veröndinni. Síðan er það svo ágætt að viðra fuglana aðeins á þessum tíma,“ segir hún og bendir á nokkur fuglabúr sem hanga fyrir aftan hana. Í einu þeirra var stór og stæðilegur páfagaukur. Hljóðin sem upp úr honum komu voru afar furðuleg; þetta var hvorki tíst né kvak heldur var eins og að það brakaði í honum. Ég er ekkert að lýsa þessu hljóði nánar en mér varð dagsljóst þegar ég heyrði í þessu fuglakvikindi að mannfræðirannsóknin mín var alveg ónýt.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun