Golf

Golfþrautir á Akranesi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Selfyssingurinn síkáti, Hlynur Geir Hjartarson, verður í eldlínunni á Akranesi.
Selfyssingurinn síkáti, Hlynur Geir Hjartarson, verður í eldlínunni á Akranesi. Mynd/Stefán

Golfsambandið hefur einsett sér að fjölga áhorfendum á Íslensku mótaröðinni í sumar og til að ná því markmiði verður ýmis skemmtun í gangi á mótum sumarsins.

Á næsta móti sem fram fer um helgina á Garðavelli á Akranesi verður almenningi boðið upp á að spreyta sig á golfþrautum sem settar verða upp á mótsstað.

Þrautirnar hefjast klukkan 15.00 á sunnudag eða um leið og lokahollið fer af stað.

Þrautir sunnudagsins eru 18 holu púttkeppni, vippkeppni af 50 metra færi og svo verður einnig keppt í að halda bolta á lofti með kylfu.

Eru áhorfendur hvattir til þess að mæta og taka þátt í fjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×