Formúla 1

Flóðlýst Formúlu 1 mót í Abu Dhabi

Abu Dhabi eftir sólsetur.
Abu Dhabi eftir sólsetur. mynd: kappakstur.is

Lokamótið í Formúlu 1 verður haldiið við all sérstæðar aðsæður. Það mun hefjast í dagsbirta, en lýkur eftir sólsetur og í flóðljóstum. Mótshaldarar telja að þetta muni skapa sérstaka stemmningu á mótssvæðinu og í hugum áhorfenda.

Mótið fer fram 1. nóvember og er fyrsta mótið í Abu Dhabi, en búið er að byggja upp algjörlega nýtt mótssvæði sem er byggt upp á eyju rétt utan við borgina. Mótsvæðið er hið glæsilegasta og verður flóðlýsing sett í gang um leið og keppnin er ræst af stað, þó það hefjist í dagsbirtu.

Fjöldi ökumanna hefur skoðað brautina, sem er ekki enn tilbúinn, en búið er að reisa skemmtigarða og höfn fyrir listisnekkjur rétt við brautina. Keppnin verður ræst af stað klukkan 17:00 og var það ósk Bernie Ecclestone, svo henni lyki eftir sólsetur. Ein keppni fer fram í flóðljósum, en það er mótið í Singapúr. Það mótshald heppnaðist vel í fyrra og kom sérstalega vel út í sjónvarpi.

Sjá meira um Abu Dhabi








Fleiri fréttir

Sjá meira


×