Íslenski boltinn

Hrakfarir Skagamanna halda áfram - Þór vann á Akranesi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason.
Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Mynd/Daníel

Þór vann 2-1 sigur á ÍA í 1. deild karla í dag. Þetta var þriðja tap Skagamanna í röð og annað tapað liðsins á heimavelli á fjórum dögum. Tap Skagamanna og sigur Aftureldingar á Fjarðabyggð í dag þýða að ÍA-liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni.

Ívar Haukur Sævarsson kom ÍA í 1-0 en þeir Ármann Pétur Ævarsson og Alexander Linta tryggðu Þór sigurinn. þetta var þriðji sigur Þórs í röð en liðið er nú komið upp áttunda sæti deildarinnar.

Þetta var fyrsti leikur ÍA undir stjórn Þórðar Þórðarsonar sem tók við liðinu af tvíburunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum í vikunni. ÍA hefur nú aðeins unnið 3 leiki og fengið tólf stig út úr fyrstu 12 leikjum sínum í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×