Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi var að setja Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Laugardalslaug.
Jakob Jóhann setti metið í 50 metra bringusundi þegar hann synti á tímanum 27,37 en Árni Már Árnason átti fyrra metið á tímanum 27,52. Jakob Jóhann átti einmitt í harðri keppni við Árna Má í dag.
Jakob Jóhann hefur verið í frábæru formi á Íslandsmeistaramótinu og hefur sett Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi.