Íslenski boltinn

Kvennalandsliðið vann England í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í kvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í kvöld. Mynd/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik Colchester í Englandi í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir á 29. mínútu eftir að hún fékk sendingu upp kantinn, lék inn í teiginn og kom boltanum framhjá enska markmanninum.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði seinna markið á 81. mínútu eftir að hafa fengið góða sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur, leikið í átt að markinu og klárað færið á glæsilegan hátt



Lið Íslands í leiknum:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Erna Björk Sigurðardóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir (81. mín - Erla Steina Arnardóttir)

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir (69. mín - Katrín Ómarsdóttir) og Sara Björk Gunnarsdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×