Erlent

Milljónir skoða myndband af Madeleine

Óli Tynes skrifar
Madeleine eins og talið er að hún líti út í dag, sex ára gömul.
Madeleine eins og talið er að hún líti út í dag, sex ára gömul.
Fjórar milljónir manna skoða dag hvern einnar mínútu myndband af bresku telpunni Madeleine McCann, sem sett var á netið fyrr í vikunni.

Myndbandið sýnir Madeleine eins og hún gæti litið út í dag, sex ára gömul.

Tæp þrjú ár eru síðan hún hvarf af hóteli í Portúgal þar sem hún var í sumarfríi með foreldrum sínum og tveim yngri systkinum.

Það var breska lögreglan sem setti myndbandið á netið með beiðni til netverja um að dreifa því um allan heim.

Myndbandið er á sjö tungumálum. Í texta með því er saga Madeleine rakin. Lögreglan segist fullviss um að einhversstaðar í heiminum sé fólk sem geti gefið upplýsingar um hana.

Netið hefur áður reynst vel við að hafa upp á fólki og klekkja á glæpamönnum.

 


Tengdar fréttir

Myndskeiði af Madeleine dreift á netinu

Lögreglan í Bretlandi hefur gefið út myndband sem sýnir hvernig líklegt er að Madeleine McCann, litla telpan sem hvarf í portúgal fyrir þremur árum síðan lítur út í dag. Aðstandendur rannsóknarinnar vonast til þess að myndbandið, sem fólk er hvatt til að dreifa á internetinu, muni meðal annars ýta við samvisku þeirra sem kunna að vita eitthvað um afdrif Maddíar, sem hvarf úr rúmi sínu í portúgalska strandbænum Praia da Luz í maí 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×