Menning

Djass í Iðnó

Nikolaj Bentzon
Nikolaj Bentzon

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Iðnó í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi og höfundur tónlistar á þessum tónleikum verður Nikolaj Bentzon, fyrrum píanóleikari og aðalstjórnandi Stórsveitar Danska ríkisútvarpsins. Í tónlist sinni leitar Bentzon áhrifa í arabískri tónlist, en slíkt verður að teljast mjög óvenjulegt í djasstónlist. Djass- og funktónlist blandast því ýmsum arabískum straumum í einstakri efnisskrá eins af fremstu tónlistarmönnum Dana.

Nikolaj Bentzon (f. 1964) lék með Stórsveit Danska ríkisútvarpsins frá 1990 og stjórnaði frá 2001. Hann leiðir einnig eigin sveitir, en þeirra þekktust er funksveitin Bentzon Brotherhood og Tríó Nikolaj Bentzon. Bentzon hefur unnið til ýmissa verðlauna bæði fyrir tónsmíðar og píanóleik, m.a. hinna þekktu Jakob Gade-verðlauna í Danmörku. Hann hefur komið fram með fjölda þekktra tónlistarmanna s.s. Joe Lovano, Phil Woods, John Scofield, Carla Bley, David Sanborn og Joe Henderson.

- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×